Hoppa yfir valmynd

Fræðslu- og æskulýðsráð #85

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 6. febrúar 2023 og hófst hann kl. 11:00

Nefndarmenn
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
  • Gunnþórunn Bender (GB) formaður
  • Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) varamaður
  • Páll Vilhjálmsson (PV) varaformaður
  • Petrína Sigrún Helgadóttir (PSH) aðalmaður
Starfsmenn
  • Arnheiður Jónsdóttir (AJ) embættismaður
  • Bergdís Þrastardóttir (BÞ) embættismaður
  • Elsa Ísfold Arnórsdóttir (EÍA) embættismaður
  • Kristín Mjöll Jakobsdóttir (KMJ) embættismaður

Fundargerð ritaði
  • Gunnþórunn Bender formaður

Almenn erindi

1. Skóladagatal leik og grunnskóla 2023-2024

Skólastjórar í leik- og grunnskóla fóru yfir skóladagatal skólanna veturinn 2023-2024.

Samþykkt

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Ósk um endurskoðun á sumarlokun leikskóla

Skólastjórar grunn- og leikskóla ásamt sviðsstjóra lögðu fram minnisblað um fyrirkomulag sumarlokana í leikskólunum. Gerð var könnun meðal foreldra um vilja þeirra til sumarlokana. Niðurstaðan er að flestir foreldrar vilja tvö tímabil en ekki þrjú eins og hefur verið undanfarin ár. Með hliðsjón af minnisblaði og könnun meðal foreldra samþykkir fræðslu- og æskulýðsráð að sumarlokun verði framvegis tvö tímabil. Sumarið 2023 verður sumarlokun frá 14.júlí til 14.ágúst.

Samþykkt.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Tímasett Patreksskóla

Lögð fram tillaga að nýju tímasetti í Patreksskóla þar sem kennsla hefst kl.8.30 í stað 8.10. Umræða hefur farið fram um þetta í nokkurn tíma til að samræma skólastarf, skólaakstur og vetrarþjónustu Vegagerðarinnar á Kleifaheiði.

Samþykkt.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Krapaflóð í Vesturbyggð 26. janúar 2023

Fræðslu- og æskulýðsráð tekur undur bókun bæjarráðs frá fundi þann 26.janúar 2023 þar sem kallað er eftir vöktun á Raknadalshlíð með tiliti til ofanflóðahættu. Flóð féll á Raknadalshlíðina stuttu eftir að skólabíll fór um hlíðina með börn af Barðaströnd og mikil hætta skapaðist sem er með öllu óásættanlegt. Bæta þarf vöktun og fjarskiptasamband á þessari leið.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00