Hoppa yfir valmynd

Fræðslunefnd #93

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 29. apríl 2013 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði

    Friðbjörg Matthíasdóttir boðaði forföll og sat Þórður Sveinsson fundinn fyrir hennar hönd.
    Hjörtur Sigurðsson boðaði forföll á síðustu stundu.

    Leikskólastjóri, Helga Bjarnadóttir, sat fundinn undir liðum 6 og 7.
    Skólastjóri, Nanna Sjöfn Pétursdóttir, sat allan fundinn.

    Fundargerðir til kynningar

    1. Fræðslunefnd - 91

    Fundargerð síðasta fundar lögð fram til kynningar.

      Málsnúmer 1211011F 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Til kynningar

      2. Skólapúlsinn, niðurstöður á könnun foreldra.

      Skólastjóri lagði fram niðurstöður á könnun meðal foreldra úr Skólapúlsinum.

        Málsnúmer 1304066

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Könnun meðal foreldra leikskólabarna. Niðurstöður.

        Leikskólastjóri lagði fram niðurstöður könnunar á lengdum opnunartíma leikskóla. Mikill minnihluti foreldra óskar eftir lengdum opnunartíma leikskóla.
        Alls fengu foreldrar 46 barna spurðir, 15 foreldrar svöruðu. Þar af voru foreldrar þriggja barna fylgjandi lengri opnun. Foreldrar tólf barna töldu sig ekki þurfa á þessari þjónustu að halda. Aðrir foreldrar svöruðu ekki eða sögðu strax að þeir teldu sig ekki þurfa á þessari þjónustu að halda.

        Bæjarstjóra falið að svara þeim aðilum er sendu inn erindi um lengda viðveru leikskólabarna.

          Málsnúmer 1304068

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Upplýsingabæklingur fyrir foreldra leikskólabarna. Kynning.

          Leikskólastjóri lagði fram til kynningar Foreldrahandbók Leikskóla Vesturbyggðar.

            Málsnúmer 1304069

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Almenn erindi

            3. Skóladagatal Grunnskóla Vesturbyggðar skólaárið 2013-2014.

            Skólastjóri lagði fram skóladagatal Grunnskóla Vesturbyggðar fyrir skólaárið 2013-2014. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatal 2013-2014.

              Málsnúmer 1304067

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Trúnaðarmál

              Trúnaðarmál rætt.

                Málsnúmer 1304070

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Tvískiptar frímínútur

                Lagt fram erindi frá Nönnu Lilju Sveinbjörnsdóttur fh. Foreldrafélags Patreksskóla þar sem óskað er eftir að skoðað hvort forsendur séu fyrir því að skipta frímínútum eftir aldurshópum.
                Skólastjóra og bæjarstjóra falið að kanna forsendur fyrir tvískiptingu.

                  Málsnúmer 1304065

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00