Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #8

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 13. maí 2019 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu
 • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
 • Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
 • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
 • Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
Fundargerð ritaði
 • Elfar Steinn Karlsson Hafnarstjóri

Almenn mál

1. Umsók um stöðuleyfi fyrir aðstöðugám á ytri höfn (króknum) Patreksfirði

Erindi frá Arctic Fish Farm hf. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir 12 feta gám við trébryggjuna í Patrekshöfn. Gámurinn er ætlaður sem aðstöðugámur fyrir mannskap sem kemur til með að þjónusta laxeldi í firðinum. Erindinu fylgir afstöðumynd er sýnir umbeðna staðsetningu.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs. Gáminn skal setja niður í samráði við hafnaryfirvöld.

  Málsnúmer 1904091

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Vélaverkstæði Patreksfjarðar. Umsókn um stöðuleyfi

  Erindi frá Vélaverkstæði Patreksfjarðar ehf. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir gám við verkstæði fyrirtækisns á Vatneyri. Svæðið sem um ræðir er utan við bílastæði sem Akstur og Köfun ehf hefur haft til umráða. Erindinu fylgir afstöðumynd er sýnir umbeðna staðsetningu.

  Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir stöðuleyfi fyrir gáminn í 6 mánuði meðan unnið er að uppsetningu nýs gámasvæðis við Patrekshöfn.

   Málsnúmer 1905019

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Framkvæmdaleyfi - lagnaleið Strandgötu Bíldudal

   Erindi frá Guðmundi V. Magnússyni f.h. Arnarlax hf. Í erindinu er sótt um framkvæmdarleyfi vegna dælulagnar sem flytja á frárennsli frá sláturhúsi fyrirtækisins að Strandgötu 1 til Strandgötu 10-12 til hreinsunar. Sótt er um breytta legu lagnar sem samþykkt var á fundi hafna- og atvinnumálaráðs þann 19.11.2018. Sótt er um að færa lögnina aftur upp fyrir Strandgötu á Bíldudal.

   Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis. Framkvæmdasvæðinu skal skilað í sama ástandi og áður en framkvæmdir hófust.

    Málsnúmer 1905025 2

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Strandgata 1A. Ósk um heimild til veðsetningar

    Lagt fyrir erindi dags. 16. apríl 2019 frá Halldóri Gunnlaugssyni, fjármálastjóra Arnarlax um heimild til veðsetningar Strandgötu 1A á Bíldudal. Samkvæmt lóðarleigusamningi dags. 12. maí 2018 er óheimilt að veðsetja leigurétt einan sér eða með þeim húsum eða öðrum mannvirkjum sem á lóðinni eru. Þá er samkvæmt samkomulagi Vesturbyggðar og Arnarlax í tilefni af framkvæmdum við viðbyggingu að Strandgötu 1, dags. 12. maí 2018 þinglýstri kvöð á eigninni að um afturkræfa framkvæmd er að ræða.

    Hafna- og atvinnumálaráð vísar til bókana skipulags- og umhverfisráðs frá 19. júlí 2017 og bókunar hafnarstjórnar Vesturbyggðar 22. ágúst 2017 þar sem skilyrði fyrir framkvæmdinni er að hún sé afturkræf á kostnað Arnarlax. Með vísan til þinglýstra kvaða á lóðinni og 11. gr. lóðaleigusamnings um Strandgötu 1, er beiðni Arnarlax um veðleyfi hafnað.

     Málsnúmer 1904075

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     5. Arnarlax. Boð á kynningu á starfsemi Hordafor.

     Lagt fram til kynningar boð Arnarlax um kynningu á starfsemi Hordafor, en Hordafor sérhæfir sig í meltukerfum. Kynningin verður haldin á skrifstofu Arnarlax miðvikudaginn 15. maí kl. 14:00.

      Málsnúmer 1905007 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      6. Styrkur með auglýsingur í blaðinu Kompás - Útskriftarnemar Skipstjónrarskólans

      Tekið fyrir erindi Kompás útskriftarfélags Stýrimannaskólans um auglýsingasamning fyrir útskriftarblað 2019 sem kemur út í maí.

      Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir styrk að upphæð 25.000kr.

       Málsnúmer 1904007

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       Fundargerðir til kynningar

       7. Fundargerð nr. 412. - Stjórn Hafnasambands Íslands.

       Lögð fram til kynningar fundargerð 412. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands.

        Málsnúmer 1904072

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        8. Fundargerð nr. 10 - 13 siglingaráðs - Hafnasamband Íslands

        Lagðar fram til kynningar fundargerðir 10. - 13. funda Siglingaráðs.

         Málsnúmer 1904073

         Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


         Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:03