Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 16. september 2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu
- Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
- Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
- Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
- Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri
Almenn mál
1. Hafnasjóður Vesturbyggðar - endurskoðun gjaldskrár.
Hafnarstjóri lagði fram tillögur að gjaldskrárbreytingum Hafnasjóðs Vesturbyggðar. Hafnarstjóra falið að vinna áfram að tillögum að breytingum á gjaldskrá.
2. Bíldudalshöfn. Lenging Kalkþörungabryggju og endurbygging hafskipakants.
Hafnarstjóri kynnti hugmyndir að nýrri hafnarvog á Bíldudalshöfn sem og skipulagi innan hafnarsvæðis.
3. Framkvæmdir 2020 - Hafnasjóður Vesturbyggðar
4. Bláfáni 2019
Lagt fram til kynningar úttektarskýrslur vegna Bláfánans 2019, úttektin kom vel út. Bíldudalshöfn og Patrekshöfn flagga bláfánanum í ár, einu hafnirnar á Íslandi með vottunina.
Bláfáninn er tákn um gæði í margvíslegum skilningi, en viðurkenningin er veitt fyrir markvissa umhverfisstjórnum, góða þjónustu, vandaða upplýsingagjöf og umhverfisfræðslu. Markmið Bláfánans er verndun umhverfis í og við smábátahafnir og efling umhverfisvitundar jafnt hjá notendum hafnanna sem og samfélagsins í heild.
Fundargerðir til kynningar
Mál til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:47