Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #24

Fundur haldinn í fjarfundi, 19. október 2020 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
 • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
 • Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
 • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
 • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varamaður
 • Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
Starfsmenn
 • Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri

Fundargerð ritaði
 • Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri

Almenn mál

1. Staða sauðfjárbænda í Vesturbyggð

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra Vesturbyggðar dags. 12. október 2020. Í minnisblaðinu vekur bæjarstjóri athygli hafna- og atvinnumálaráðs á bókunum sveitarstjórna í nágrenni Vesturbyggðar vegna stöðu sauðfjárbænda og lágu afurðaverði til sauðfjárbænda.

Í Vesturbyggð er sauðfé haldið á 22 búum, lágt afurðaverð til sauðfjárbænda hefur því gríðarleg áhrif á bændur í Vesturbyggð sem og sá mikli ófyrirsjáanleiki sem bændur búa við á hverju hausti.

Hafna- og atvinnumálaráð tekur undir bókun byggðarráðs Húnaþings vestra, sveitastjórnar Dalabyggðar, Strandabyggðar og Reykhólahrepps og skorar á afurðastöðvar að gefa út afurðaverð 2021 fyrir komandi áramót en líkt og í öðrum rekstri er mikilvægt að sauðfjárbændur fái viðunandi verð fyrir sína vöru og hafi þannig forsendur til áætlanagerðar og ákvarðanatöku.

Samkvæmt samantekt Landssamtaka sauðfjárbænda var afurðaverð til íslenskra sauðfjárbænda á síðasta ári það lægsta sem finnst í Evrópu og miðað við nýbirtar verðskrár 2020 er vegið meðalverð 502 kr./kg. Hefði afurðaverð fylgt almennri verðlagsþróun frá 2014 ætti það að vera 690 kr./kg. Því vantar enn tæpar 200 kr./kg. upp á afurðastöðvaverð fylgi verðlagsþróun.

Í heimsfaraldri vegna COVID-19 fengu Íslendingar áminningu um mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu. Skapa þarf greininni stöðugleika í rekstri til lengri tíma og styðja á öflugan hátt við innlenda matvælaframleiðslu.

Hafna- og atvinnumálaráð vísar málinu áfram til bæjarstjórnar Vesturbyggðar.

  Málsnúmer 2010038 2

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Minnisblað vegna siglingaverndar og stjórnendavaktar

  Lagt fram minnisblað Slökkviliðsstjóra Vesturbyggðar dags. 25. september 2020. Í minnisblaðinu er velt upp möguleikanum á sameiningu bakvaktar siglingaverndar og stjórnendavaktar slökkviliðsins.

  Hafna- og atvinnumálaráð vísar erindinu áfram til bæjarráðs.

   Málsnúmer 2009086 3

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2020-2021

   Lagt fram bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 11. september 2020 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2020/2021.

   Formaður leggur eftirfarandi til varðandi úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa samkvæmt reglugerð nr. 728/2020 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2020/2021, þó með eftirfarandi breytingum:

   a)Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega, af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2020 til 31. ágúst 2021.

   b)Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.

   c)Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2020 til 31. ágúst 2021.

   Tillaga formanns er samþykkt með þremur atkvæðum, einn greiddi atkvæði á móti og einn sat hjá við afgreiðslu tillögunnar.

    Málsnúmer 2009043 4

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Patrekshöfn, undirbúningur að hafskipakanti.

    Formaður fór yfir hugmyndir varðandi nýjan stórskipakant við Patrekshöfn.

    Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra að vinna áfram að málinu.

     Málsnúmer 2010049

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     5. Fjárhagsáætlun 2021 - 2024

     Hafnarstjóri fór yfir tillögur að sérgreindum verkefnum og fjárfestingum fyrir árið 2021.

     Hafna- og atvinnumálaráð leggur áherslu á góðan aðbúnað og eflingu atvinnulífs í Vesturbyggð. Mikilvægt að ásýnd hafnarsvæðanna sé góð og hugað sé að umhverfismálum.

      Málsnúmer 2005091 14

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Mál til kynningar

      6. Eftirlit með móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum

      Lagðar fram til kynningar niðurstöður frá eftirliti Umhverfisstofnunar með móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum. Eftirlitið fór fram í höfnum Vesturbyggðar þann 22. september 2020. Í eftirlitinu var skoðað hvort aðbúnaður hafnar sé fullnægjandi og hvort verklag sé samkvæmt áætlunum hafna Vesturbyggðar um móttöku á úrgangi og farmleifum frá skipum.

      Engin frávik komu fram sem falla undir umfang eftirlitsins og gerir Umhverfisstofnun því engar athugasemdir.

       Málsnúmer 2001031

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       7. Nr. 426 fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands

       Lögð fram til kynningar fundargerð frá 426. fundi stjórnar Hafnarsambands Íslands.

        Málsnúmer 2010015

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:05