Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #35

Fundur haldinn í fjarfundi, 13. desember 2021 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varamaður
  • Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri

Almenn mál

1. Umsókn fyrir eldsneytisafgreiðslu við Patrekshöfn

Erindi frá Skeljungi dags. 1. desember 2021. í erindinu er sótt um leyfi fyrir uppsetningu á eldsneytisafgreiðslu í 40 feta sölugám við Patrekshöfn. Erindinu fylgja afstöðumyndir unnar af Tækniþjónustu Vestfjarða dags. nóvember 2021.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir ekki tillögu Skeljungs en leggur til að afgreiðslan verði hornrétt m.v. fyrri tillögu. Hafnarstjóra falið að vinna málið áfram með Skeljungi.

    Málsnúmer 2108001 3

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Breyting á eldissvæðum og hvíldartíma Arctic Sea farm og Arnarlax Patreks- og Tálknafirði - ákvörðun um matsskyldu

    Lögð fram ákvörðun Skipulagsstofnunar dags. 11. nóvember 2021 um matsskyldu vegna breytingar á eldissvæðum og hvíldartíma Arctic Sea Farm og Arnarlax í Patreks- og Tálknafirði.

    Niðurstaða stofnunarinnar er að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

      Málsnúmer 2111038

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Útboð á orkuskiptum dráttarbáts

      Erindi frá Sambandi íslenskra Sveitarfélaga dags. 29. nóvember 2021. Í erindinu er vakin athygli á því að á næstu vikum munu Ríkiskaup, í samvinnu við Ísafjarðarhöfn og Bláma, ráðast í undanfarandi markaðskönnun (e. RFI) á Evrópska efnahagssvæðinu, til að kanna fýsileika þess að kaupa orkuskiptan dráttarbát fyrir Ísafjarðarhöfn. Til að ná fram sem mestri hagkvæmni og virði fyrir sveitarfélög landsins er kallað eftir því að þeir hafnarsjóðir sem hyggjast fjárfesta í dráttarbát á næstu 4-36 mánuðum og hafa áhuga á samstarfi við útboð hafi samband við sérfræðinga Ríkiskaupa og lýsi yfir áhuga (utbod@rikiskaup.is) fyrir 10. desember nk.

      Hafna- og atvinnumálaráð hefur ekki hug á að leggja til kaup á dráttarbát á næstunni.

        Málsnúmer 2111061

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Sérstakt strandveiðigjald til hafna

        Lagt fram til kynningar yfirlit frá Fiskistofu um sérstakt strandveiðigjald sem rennur til hafna í Vesturbyggð. Hlutur hafna innan Vesturbyggðar er eftirfarandi:

        Bíldudalshöfn: 625.624.- Kr
        Brjánslækjarhöfn: 80.868.- Kr
        Patrekshöfn: 3.473.345.- Kr

          Málsnúmer 2112003

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Patrekshöfn - markaðssetning vegna skemmtiferðaskipa

          Inn á fundinn kom Gunnþórunn Bender frá Westfjords Adventures. Farið yfir markaðssetningu Patrekshafnar fyrir skemmtiferðaskip og aðstöðu á hafnarsvæði. Um 20 skip eru bókuð í höfn 2022.

          Hafnarstjóra falið að vinna stefnu varðandi móttöku skemmtiferðaskipa og kynna fyrir hafna- og atvinnumálaráði.

            Málsnúmer 2009041 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Fyrirspurn um matsskyldu - smábátahöfn Brjánslæk

            Lögð fram beiðni Skipulagsstofnunar dagsett 10. desember 2021, um umsögn um matsskyldu vegna áætlaðra framkvæmda við smábátahöfn á Brjánslæk. Beiðninni fylgir tilkynning framkvæmdaraðila, dags. 9.desember 2021.

            Hafna- og atvinnumálaráð telur að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaaðila á þeim og gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar aðgerðir á framkvæmdatíma.

            Hafna- og atvinnumálaráð vill benda á að framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi bæjarstjórnar samkvæmt 13. gr. skipulagslaga. Eftir atvikum þarf einnig að sækja um leyfi til Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða vegna uppsetningu vinnubúða sbr. Reglugerð nr. 724/2008 m.s.br. um hávaða og einnig reglugerð 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun eða skv. hollustuháttareglugerð nr. 941/2002 og matvælalögum. Framkvæmdin þarf að vinnast í samræmi við lög um Vinnueftirlitið, þ.e. lög nr. 46/2008 m.s.br. um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Erindinu vísað áfram til bæjarráðs.

              Málsnúmer 2111037 7

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Mál til kynningar

              7. Fréttatilkynning - Nýframkvæmdir og viðhald hafna

              Lögð fram til kynningar tilkynning Hafnasambands Íslands varðandi nýframkvæmdir við hafnarmannvirki. En stefnt er að nýframkvæmdum við hafnarmannvirki hérlendis upp á ríflega 67 ma.kr. fram til ársins 2031. Langstærsti hluti þessara áætluðu framkvæmda er vegna nýrra viðlegukanta eða um 27 ma.kr., um 15 ma.kr. eru áætlaðir í fjárfestingar á viðbótar raftengibúnaði vegna orkuskipta og um 10 ma.kr. í landfyllingar fyrir ný hafnarsvæði.

                Málsnúmer 2112012

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fundargerðir til kynningar

                8. Fundargerð 439 - stjórnar Hafnasambands Íslands

                Lögð fram til kynningar fundargerð frá 439. fundi stjórnar Hafnarsambands Íslands.

                Hafna- og atvinnumálaráð tekur undir með Hafnasambandi Íslands varðandi starfsemi sláturskipa á svæðinu, en Hafnasamband Íslands bókaði eftirfarandi undir 5. fundarlið:

                Stjórn Hafnasambands Íslands lýsir yfir áhyggjum af notkun og starfsemi sláturskipa í fiskeldi og þeirra neikvæðu áhrifa sem þau hafa á rekstrarumhverfi hafna. Notkun slíkra skipa skerðir verulega tekjumöguleika þeirra hafna þar sem eldisfisk er dælt til slátrunar og vinnslu en á sama tíma gera eldisfyrirtækin kröfu um góða hafnaraðstæður og að þjónusta sé til staðar. Stjórn hafnasambandsins hvetur til þess að starfsemi og notkun sláturskipa í fiskeldi verði sérstaklega tekin til skoðunar og sett verði skýr ákvæði í lög og reglugerðir um starfsemi og notkun sláturskipa hér við land. Samhliða þeirri vinnu verði horft til endurskoðunar á ákvæðum hafnalaga nr. 61/2003 vegna fiskeldis, sem hafnasambandið hefur hvatt til að verði endurskoðuð (umsögn hafnasamband Íslands 31. ágúst 2020).

                  Málsnúmer 2111045

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40