Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 12. desember 2022 og hófst hann kl. 15:00
Nefndarmenn
- Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
- Matthías Ágústsson (MÁ) varamaður
- Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) aðalmaður
- Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) varamaður
Starfsmenn
- Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri
Almenn mál
1. Kosning formanns, varaformanns og ritara.
Tryggvi Baldur Bjarnason setti fundinn sem aldursforseti og bauð fundarmenn velkomna.
Tryggvi lagði til að Guðrún Anna Finnbogadóttir verði formaður ráðsins. Samþykkt samhljóða.
Guðrún Anna tók við stjórn fundarins.
Guðrún Anna lagði til að Tryggvi Baldur verði varaformaður og Valdimar Bernódus Ottósson ritari. Samþykkt samhljóða.
Lagt til að fundir nefndarinnar verði haldnir fimmtudag fyrir reglulegan fund bæjarstjórnar sem haldinn er þriðja miðvikudag hvers mánaðar.
2. Fjárhagsáætlun 2023 - gjaldskrár
Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir Hafnasjóð Vesturbyggðar fyrir 2023.
Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir framlagða gjaldskrá.
3. Lúsameðhöndlun hjá Arctic Fish í Patreksfirði, Arnarfirði og Tálknafirði
Lagt er fram bréf Elvars Steins Traustasonar, f.h. Arctic Sea Farm, dags. 12. október 2022, þar sem tilkynnt er um meðhöndlun gegn fiski- og laxalús í Patreksfirði, Arnarfirði og Tálknafirði.
4. Til samráðs-Áform um lagasetningu -breytingu á lögum nr. 116-2006 um stjórn fiskveiða ( svæðaskipting strandveiða)
Lögð fram til beiðni um umsögn frá Matvælaráðuneytinu. dags. 10. nóvember 2022 mál nr. 212/2022, "Áform um lagasetningu - breyting á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða (svæðaskipting strandveiða)". Umsagnarfrestur var til og með 8. desember nk.
Hafna- og atvinnumálaráð leggur áherslu á að jafnræðis verði gætt á milli svæða m.v. sögu og veiðireynslu.
5. Sérstakt strandveiðigjald til hafna 2022
Lagt fram til kynningar yfirlit frá Fiskistofu um sérstakt strandveiðigjald sem rennur til hafna í Vesturbyggð.
Hlutur hafna innan Vesturbyggðar er eftirfarandi:
Bíldudalshöfn: 523.478.- Kr
Brjánslækjarhöfn: 128.791.- Kr
Patrekshöfn: 3.665.148.- Kr
Mál til kynningar
6. Ályktanir Hafnasambandsþings 2022 og ný stjórn HÍ
Lagðar fram til kynningar ályktanir frá 43. hafnasambandsþingi. Fjöldi ályktana voru samþykktar á þinginu og eru þær eftirfarandi:
Ályktun um stuðning við orkuskipti í höfnum
Ályktun um skipaafdrep (neyðarhöfn)
Ályktun um öryggi og aðgengi að höfnum
Ályktun um veiðarfæraúrgang
Ályktun um flokkun úrgangs í skipum
Ályktun um framlög til nýframkvæmda og endurbóta
Ályktun um aflagjöld á eldisfisk og eldisseiði
Ályktun um farþegagjald
Ályktun um áherslur við endurskoðun hafnalaga
Ályktun um ytri mörk hafnarsvæða
Ályktun um árgjald og fjárhagsáætlun 2023-2024
Á þinginu var einnig kosin ný stjórn hafnasambandsins fyrir árin 2022-2024 og er hún eftirfarandi:
Lúðvík Geirsson Hafnarfjarðarhöfn, formaður
Alexandra Jóhannesdóttir Skagastrandarhöfn
Arnfríður Eide Fjarðabyggðahöfnum
Elliði Vignisson Þorlákshöfn
Gunnar Tryggvason Faxaflóahafnir
Pétur Ólafsson, Hafnasamlagi Norðurlands og
Þórdís Sif Sigurðardóttir, Höfnum Vesturbyggðar
Varamenn árin 2022-2024 verða:
Björn Arnaldsson, Höfnum Snæfellsbæjar
Dóra Björk Gunnarsdóttir Vestmannaeyjahöfn og
Hanna Björg Konráðsdóttir, Reykjaneshöfn
Fundargerðir til kynningar
7. Fundargerð nr. 446 stjórnar Hafnarsambands Íslands
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50
Einar Helgason var fjarverandi og ekki náðist að boða varamann.