Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #45

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 12. janúar 2023 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Einar Helgason (EH) aðalmaður
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
  • Matthías Ágústsson (MÁ) varamaður
  • Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) aðalmaður
  • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri

Einar Helgason var viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Almenn mál

1. Til samráðs - Áform um lagasetningu - breyting á lögum um stjórn fiskveiða og veiðar í fiskveiðilandheldi Íslands ( veiðistjórn grásleppu).

Lögð fram beiðni um umsögn frá Matvælaráðuneytinu. dags. 6. janúar 2022 mál nr. 3/2023, "Áform um lagasetningu - Breyting á lögum um stjórn fiskveiða og um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands (veiðistjórn grásleppu).

Í erindinu kemur fram að veiðum í grásleppu hafi verið stjórnað með sóknarmarki, í formi dagafjölda eða stöðvunar veiða þegar afli er kominn yfir ráðlagðan hámarksafla í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Lagt er því til að setja skipum aflahlutdeild í grásleppu til að auka fyrirsjáanleika við veiðarnar sem og tryggja betur sjálfbærni og markvissari veiðar.

Umsagnarfrestur er til og með 2. febrúar 2023.

Hafna- og atvinnumálaráði þykir forsendur tillögunar óljósar hvað varðar viðmiðunartímabil og svæðaskiptingu, ráðið óskar eftir aðkomu sveitarfélaga að undirbúningi frumvarps.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2022-2023

Lagt fram bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 12. desember 2022 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2022/2023.

Formaður leggur til að sérreglur varðandi úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa í Vesturbyggð verðir óbreyttar frá síðasta fiskveiðiári og leggur fram eftirfarandi tillögur að sérreglum samkvæmt reglugerð nr. 1370/2022 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2022/2023:

a)Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega, af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2021 til 31. ágúst 2022.

b)Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.

c)Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2022 til 31. ágúst 2023.

Tillaga formanns er samþykkt með 4 atkvæðum, EH greiddi atkvæði á móti.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Mál til kynningar

3. Framkvæmdir 2023

Hafnarstjóri kynnti framkvæmdir hafnasjóðs 2023.

Helstu verkefni ársins eru:
Ný flotbryggja, landgangur og landstöpull fyrir Tenderbáta/Björgunarskipið Vörð við Patrekshöfn.
Áningastaður við Patrekshöfn.
Nýtt vogarhús á Bíldudalshöfn.
Áningastaður við Bíldudalshöfn.
Undirbúningur vegna nýs viðlegukants við Bíldudalshöfn, trébryggja.
Nýjir úrgangsolíutankar við Bíldudals- og Patrekshöfn.
Ný flotbryggja á Brjánslæk með fingrum.

Búið er að setja í útboð 20m flotbryggju á Brjánslæk með fingrum sem og landstöpla við Patreks- og Brjánslækjarhöfn.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerðir til kynningar

4. Fundargerð nr. 448 stjórnar Hafnarsambands Íslands

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 448. fundi stjórnar Hafnarsambands Íslands.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:36