Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 20. desember 2012 og hófst hann kl. 19:30
Fundargerð ritaði
- Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
Almenn erindi
1. MInnisvarði á hafnarsvæði á Bíldudal
Lagt fram erindi frá Jóni Þórðarsyni vegna minnisvarða á hafnarsvæði á Bíldudal. Hafnarstjóra falið að boða Jón Þórðarson á fund með hafnarstjórn til að ræða frekari útfærslu
.
2. Staða hafnarframkvæmda
3. Ból fyrir tómar kvíar í Bíldudal
Lagt fram til kynningar bréf frá Fjarðalax ehf. þar sem upplýst er um að fyrirhugað sé að staðsetja ból innarlega í Bíldudalsvog, utan hafnarsvæðis. Óskað er eftir ábendingum vegna þessa fyrirætlana.
Hafnarstjórn þakkar bréfið og minnir á að merkja kvíarnar með ljósum. Hafnarstjórn gerir ekki frekari athugasemdir við fyrirætlanir Fjarðalax ehf.
4. Cruise Iceland
Lagður fram tölvupóstur Cruise Iceland. Hafnarstjóra falið að kanna kostnað við þátttöku á Seatrade Miami og/eða Seatrade Hamborg og kynna svar í tölvupósti til hafnarstjórnar.
5. Bláfánavottun í Vesturbyggð
Hafnarstjóri fór yfir skilyrði fyrir Bláfánavottun Landverndar. Hafnarstjórn samþykkir að vinna að Bláfánavottun í höfnum Vesturbyggðar. Sótt verður um vottun fyrir Patreksfjörð fyrst og síðar á Bíldudal og Brjánslæk.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30