Hoppa yfir valmynd

Hafnarstjórn #129

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 20. desember 2012 og hófst hann kl. 19:30

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Almenn erindi

    1. MInnisvarði á hafnarsvæði á Bíldudal

    Lagt fram erindi frá Jóni Þórðarsyni vegna minnisvarða á hafnarsvæði á Bíldudal. Hafnarstjóra falið að boða Jón Þórðarson á fund með hafnarstjórn til að ræða frekari útfærslu
    .

      Málsnúmer 1211080

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Staða hafnarframkvæmda

      Hafnarstjóri fór yfir hafnarframkvæmdir og upplýsti að þeim væri lokið.

        Málsnúmer 1212048

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Ból fyrir tómar kvíar í Bíldudal

        Lagt fram til kynningar bréf frá Fjarðalax ehf. þar sem upplýst er um að fyrirhugað sé að staðsetja ból innarlega í Bíldudalsvog, utan hafnarsvæðis. Óskað er eftir ábendingum vegna þessa fyrirætlana.
        Hafnarstjórn þakkar bréfið og minnir á að merkja kvíarnar með ljósum. Hafnarstjórn gerir ekki frekari athugasemdir við fyrirætlanir Fjarðalax ehf.

          Málsnúmer 1212047

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Cruise Iceland

          Lagður fram tölvupóstur Cruise Iceland. Hafnarstjóra falið að kanna kostnað við þátttöku á Seatrade Miami og/eða Seatrade Hamborg og kynna svar í tölvupósti til hafnarstjórnar.

            Málsnúmer 1212046

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Bláfánavottun í Vesturbyggð

            Hafnarstjóri fór yfir skilyrði fyrir Bláfánavottun Landverndar. Hafnarstjórn samþykkir að vinna að Bláfánavottun í höfnum Vesturbyggðar. Sótt verður um vottun fyrir Patreksfjörð fyrst og síðar á Bíldudal og Brjánslæk.

              Málsnúmer 1212045

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Staðfesting gjaldskrá Hafna Vesturbyggðar

              Lögð fram Gjaldskrá Hafna Vesturbyggðar. Hafnarstjórn staðfestir fyrirliggjandi Gjaldskrá Hafnasjóðs Vesturbyggðar með breytingum. Vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

                Málsnúmer 1212043

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30