Hoppa yfir valmynd

Hafnarstjórn #132

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 17. júlí 2013 og hófst hann kl. 15:00

Fundargerð ritaði
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

Páll Ágúst Ágústsson boðaði forföll.

Almenn erindi

1. Siglingastofnun svar við umsókn um dýpunarmælingar

Lagt fram bréf frá Siglingastofnun/Vegagerðinni þar sem samþykkt 75% kostnaðarþátttaka við dýpkunarmælingar og dýpkun í höfnum Vesturbyggðar að hámarki 3 milljónir króna.
Bæjarstjóra falið að hafa samband við Vegagerðina vegna málsins.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Sjóræningjar óska eftir leyfi fyrir flotbryggju

Lagt fram erindi frá Sjóræningum ehf. þar sem sótt er um leyfi fyrir flotbryggju við Sjóræningarhúsið á Patreksfirði. Á síðasta fundi hafnarstjórnar var tekið jákvætt í erindið en óskað eftir frekari hönnunargögnum.
Hafnarstjórn óskar eftir verkfræðiteikningum af frágangi landgangs flotbryggju.
Hafnarstjóra falið að kalla til fundar með forsvarsmönnum Sjóræninga ehf, byggingarfulltrúa og hafnarstjórn til þess að ræða umsóknina frekar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Umsókn um lóð Vatnskrókur 14

Lögð fram umsókn frá Þorbirni Guðmundssyni, kt. 160382-4819, Sigtúni 37 um lóð í Vatnskrók 14. Hafnarstjórn samþykkir erindið.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Önnur hafnamál

Þann 8. júlí var Bláfáninn dreginn að húni í Patrekshöfn eftir nákvæma úttekt fulltrúa Landverndar. Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisviðurkenning sem veitt er smábátahöfnum og baðströndum og er útbreiddasta umhverfisviðurkenningar sinnar tegundar í heiminum. Bláfáninn er veittur fyrir markvissa umhverfisstjórnun, góða þjónustu og vandaða upplýsingagjöf um aðbúnað og umhverfi.

Handhafar Bláfánans skulu uppfylla skilyrði er að lúta að eftirfarandi þáttum:
1) Umhverfisstjórnun
2) Umhverfisfræðsla og upplýsingagjöf
3) Öryggi og þjónusta
4) Vatnsgæði

Meginmarkmið verkefnisins er að vernda umhverfi í og við smábátahafnir og baðstrendur jafnframt því að bæta þjónustu með fræðslu um náttúru svæðanna og fullnægjandi aðstöðu og úrræðum til að auka öryggi notenda, starfsfólks og gesta.

Yfir 3850 staðir í 46 löndum í Evrópu, Suður-Afríku, Marokkó, Túnis, Nýja Sjálandi, Brasilíu, Kanada og Karabíska hafinu flagga Bláfánanum.

Bláfánaverkefnið varð til árið 1985 og er undir hatti alþjóðlegra samtaka um umhverfismennt, Foundation for Environmental Education (FEE). Landvernd hefur verið fulltrúi FEE á Íslandi frá árinu 2001 og Bláfánaverkefninu var hleypt af stokkunum árið 2003.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerðir til staðfestingar

3. Umsókn um birgðartank og uppsetningu á flotbryggju með dælu

Umsókn frá Olíuverslun Íslands kt.500269-3249. Umsókninni fylgir afstöðumynd af birgðatank, flotbryggju og dælustöð í Vatnskrók á hafnarsvæðinu á Patreksfirði. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti fyrir sitt leyti og var málinu vísað til hafnarstjórnar til ákvörðunar. Hafnarstjórn samþykkir erindið.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 00:00