Hoppa yfir valmynd

Hafnarstjórn #133

Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 17. janúar 2014 og hófst hann kl. 20:00

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Egill Ólafsson boðaði forföll. Friðbjörg Matthíasdóttir mætti í hans stað. Hafþór Gylfi Jónsson, varaformaður, stýrði fundi í stað formanns.

    Til kynningar

    1. Fiskistofa endurviktunarleyfi vegna Oddi hf

    Lagt fram bréf frá Fiskistofu til kynninar vegna endurviktunarleyfis fyrir Odda hf.

      Málsnúmer 1401011

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Almenn erindi

      2. Sjólögn

      Lagt fram erindi frá Fjarðalax sem hafnarstjórn afgreiddi fyrr í tölvupósti og afstaðan þegar kynnt Fjarðalax ehf. En þar óskaði Fjarðalax ehf eftir afstöðu hafnarstjórnar til lagningar sjólagningar frá borholu á Oddanum yfir í vinnsluhús Fjarðalax. Lagnaleiðin er eftirfarandi: Sjólögn verður grafin á 50 cm dýpi meðfram akvegi á Oddanum (utanvert í vegkanti ). Lögnin verður grafin undir grjótvörn í Oddanum og niður undir sjávarmál í smástreymi. Í sjónum verður keðja fest
      kyrfilega við sjólögnina, svo hún leggist sem best í botnleirinn. Við bryggjuþilið verður lögnin þrædd innanvert við stiga og fest við stálþilið með járnbaulum. Undir bryggjuþekjuna verður lögnin þrædd gegnum 220 mm plastlögn sem lögð var að beðni Fjarðalax fyrir tveimur árum. Hafnarstjórn Vesturbyggðar gerir ekki athugasemdir við lagningu sjólagnar við Patrekshöfn.

        Málsnúmer 1310012

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 00:00