Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 18. janúar 2017 og hófst hann kl. 10:00
Fundargerð ritaði
- Friðbjörg Matthíasdóttir hafnarstjóri
Almenn erindi
1. Arnarlax umsókn um geymsluleyfi flothringja við Patrekshöfn
Lagt fram tölvubréf dags. 5. janúar sl. frá Arnarlaxi með beiðni um heimild fyrir því að fyrirtækið fái af og til að geyma flothringi í sjónum innan við Vatneyri á Patreksfirði, á tilteknu afmörkuðu svæði, sbr. meðfylgandi loftmynd. Hafnarstjórn hafnar erindinu á þeim forsendum að umrætt svæði er ankerislægi í alþjóðlegum siglingakortum og bendir á að önnur svæði innar í Patreksfirði geti hentað betur. Hafnarstjórn óskar eftir að því að fyrirtækið komi með tillögu um aðra staðsetningu.
Lagt fram tölvubréf dags. 17. janúar sl. frá Arnarlaxi með beiðni um heimild fyrir því að fyrirtækið fái af og til að geyma flothringi í sjónum á Bíldudalsvogi, á tilteknu afmörkuðu svæði innan við Haganes, sbr. meðfylgjandi loftmynd. Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
Hafnarstjórn bendir ennfremur á að allir hringir skuli vera merktir til að tryggja öryggi sjófarenda.
2. Hafnarsamband Ísl. fyrirspurn um fjárhagsstöðu hafnasrsjóðs
Lagt fram bréf dags 15. desember 2016 frá Hafnasambandi Íslands með fyrirspurn um fjárhagsstöðu hafnasjóðs Vesturbyggðar vegna greiningar á stöðu þeirra hafna sem lakastar eru settar fjárhagslega. Fram kemur að skuldir hjá höfnum Vesturbyggðar í hlutfalli af tekjum voru 249% í lok árs 2015.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að svara erindinu.
Til kynningar
4. Hafnarsamband Íslands fundargerð stjórnar nr.389
Lögð fram fundargerð 389. fundar Hafnarsambands Íslands frá 11. nóvember 2016.
Lagt fram til kynningar.
5. Fundargerð Hafnarsambands Íslands - 390 fundur
Lögð fram fundargerð 390. fundar Hafnarsambands Íslands frá 7. desember 2016.
Lagt fram til kynningar.
6. Hafnarsamband Ísl. bókun um umhverfismál samþykkt á hafnarsambandsþingi á Ísafirði í október.
Lögð fram ályktun frá 40. hafnarsambandsþingi um umhverfismál haldið 13.-14. október 2016 á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.
7. Fjárframlög til hafnarframkvæmda
Lagt fram bréf dags 12. desember 2016 frá Hafnasambandi Íslands um framlög til hafnaframkvæmda í fjárlögum 2017.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:06