Hoppa yfir valmynd

Heimastjórn Arnarfjarðar #1

Fundur haldinn í Muggsstofu, Bíldudal, 10. júlí 2024 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) aðalmaður
  • Rúnar Örn Gíslason (RÖG) formaður
  • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varaformaður
Starfsmenn
  • Geir Gestsson (GG) sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna
  • Valgerður María Þorsteinsdóttir (VMÞ) menningar- og ferðamálafulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Lilja Magnúsdóttir ritari

Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.

Formaður óskaði eftir heimild til afbrigða við dagskrá þannig að mál nr. 2407024 - Bíldudalsskóli - húsnæði bætist við dagskrána. Var það samþykkt samhljóða og verður málið nr. 8 á fundinum.

Almenn erindi

1. Tjaldsvæði á Bíldudal

Erindi frá formanni heimastjórnar Arnarfjarðar varðandi framtíð tjaldsvæðisins á Bíldudal.

Geir Gestsson sviðsstjóri umhverfis og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum lið á Teams ásamt Valgerði Maríu Þorsteinsdóttur, menningar og ferðamálafulltrúa sem sat fundinn í Muggsstofu.

Almennar umræður voru um möguleika á staðsetningu tjaldsvæðis á Bíldudal nú þegar hillir undir að núverandi tjaldsvæði verði aflagt.

Heimastjórn Arnarfjarðar leggur til að farið verði í deiliskipulagsvinnu við að staðsetja tjaldsvæði á túninu við Skrímsasetrið.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Tímasetning funda heimastjórna

Ákvörðun um tímasetningu funda heimastjórna

Formaður leggur til að fundir heimastjórnar Arnarfjarðar hefjist kl. 16.30 annan miðvikudag í mánuði.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer9

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

3. Erindisbréf

Erindisbréf heimastjórnar Arnarfjarðar

Lagt fram

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Samþykktir Vesturbyggðar

Samþykktir Vesturbyggðar lagðar fram til kynningar

Lagt fram

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Siðareglur kjörinna fulltrúa

Siðareglur fyrir Vesturbyggð fyrir kjörna fulltrúa lagðar fram til kynningar.

Lagt fram

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Framkvæmdir Landsnets, Mjólkárlína 2, 66 kV jarðstrengur

Lagt fyrir erindi dags. 6. júní frá Landsnet hf. þar sem óskað er eftir samþykki sveitarfélagsins um jörðina Hól í Arnarfirði landnr. 140446 en jörðin er i eigu Sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar.

Bæjarráð tók málið fyrir á 1. fundi sínum þar sem erindið var samþykkt.

Vísað áfram til heimastjórnar Arnarfjarðar til kynningar.

Lagt fram

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Landamerki Litla-Eyri - Bíldudalur

Lagt fram til kynningar fyrir heimastjórn Arnarfjarðar

Lagt fram

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Bíldudalsskóli - húsnæði

Bygging Bíldudalsskóla, lagðir fram aðaluppdrættir af húsnæði.

Aðaluppdrættir af Bíldudalsskóla lagðar fram til kynningar. Verkefnið er í útboði.

Heimastjórn Arnarfjarðar lýsir áhyggjum sínum af því að rými fyrir leikskóla sé ekki nóg eins og það er sett fram á teikningunum. Eins lýsir heimastjórnin áhyggjum sínum af því að bygging áfanga 2 dragist á langinn og þangað til verði þrengt að aðstöðu leikskólans.

Heimastjórn óskar eftir rökum fyrir því að ekki verði farið í byggingu á áfanga tvö strax þar sem útlit er fyrir að aðstaða leikskóla er lítil og ekki hentug fyrir slíka starfsemi eftir því sem hægt er að lesa úr teikningunum.

Heimastjórn Arnarfjarðar hvetur til að verkefnið verði skoðað með tilliti til þessara ábendinga og að tryggt verði að rými í nýjum skóla rúmi alla þá starfsemi sem þar er ætlast til að sé staðsett. Brýnt er að horfa til þess strax að hægt sé að koma til móts við þá þörf sem mun skapast fjölgi börnum á Bíldudal.

Málsnúmer9

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:58