Hoppa yfir valmynd

Heimastjórn Arnarfjarðar #4

Fundur haldinn í Muggsstofu, Bíldudal, 9. október 2024 og hófst hann kl. 16:30

Nefndarmenn
  • Gunnþórunn Bender (GB) varamaður
  • Rúnar Örn Gíslason (RÖG) formaður
  • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varaformaður
Starfsmenn
  • Geir Gestsson (GG) sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna

Fundargerð ritaði
  • Lilja Magnúsdóttir ritari

Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.

Jenný Lára Magnadóttir boðaði forföll og Gunnþórunn Bender varamaður sat fundinn í hans stað.

Almenn mál

1. Fjárhagsáætlun 2025 - 2028

Tillögur og áherslur heimastjórnar Arnarfjarðar fyrir fjárhagsáætlun 2025-2028

Tillögur og áherslur heimastjórnar Arnarfjarðar fyrir fjárhagsáætlun 2025-2028 ræddar og afgreiddar.

Listinn verður birtur með fundargerð fundarins.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer28

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Rafíþróttafélag á Bíldudal

Rafíþróttafélag Bíldudals, kynnt niðurstaða máls frá bæjarráðsfundi 08.10.2024 og umræða um næstu skref.

Heimastjórn Arnarfjarðar þakkar velvilja bæjarráðs gagnvart verkefninu og hlakkar til að vinna verkefnið áfram með tómstundafulltrúa.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Fasteignir Vesturbyggða á Bíldudal

Umræða um framtíðarnotkun á gömlu slökkvistöðinni ásamt umræðu um notkunarmöguleika á aflögðu skólahúsnæði á Bíldudal.

Geir Gestsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum lið. Heimastjórn Arnarfjarðar vakti athygli á að í aflagða skólahúsnæðinu séu munir sem liggja undir skemmdum og nauðsynlegt sé að fjarlægja þá og koma í geymslu sem fyrst. Húsið er á snjóflóðasvæði og því er ívera í því ekki heimil frá 01.nóv. til 30.apríl ár hvert nema til að sinna húsnæðinu en hvorki búseta né starfsemi er leyfð í húsinu á þessum tíma.

Heimastjórn leggur til við bæjarstjórn að farið verði í hugmyndavinnu meðal íbúa varðandi framtíðarnot fyrir húsnæðið og svæðið í kringum það. Slík hugmyndavinna ætti að fara fram í vetur þannig að hægt væri að horfa til að hefja framkvæmdir næsta vor.

Einnig ræddi heimastjórn framtíðarnotkun á gömlu slökkvistöðinni. Heimastjórn Arnarfjarðar leggur til við bæjarstjórn að farið verði í grunnvinnu við húsnæðið, svo sem fráveitu, vatnslagnir og raflagnir til að húsnæðið nýtist undir starfsemi fyrir afþreyingarmiðstöð, félagsmiðstöð unglinga eða aðra álíka starfsemi fyrir samfélagið.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Mál til kynningar

4. Bíldudalsskóli - húsnæði

Staða mála varðandi skólabyggingu á Bíldudal og ofanflóðaframkvæmdir sem tengjast nýju byggingarsvæði.

Geir Gestsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum lið.

Heimastjórn Arnarfjarðar hvetur bæjarstjórn til að hraða eins og hægt uppbyggingu skólahúsnæðis á Bíldudal og hefja verkið sem allra fyrst með formlegri skóflustungu.

Geir kynnti jafnframt vinnu við ofanflóðaframkvæmdir og frárennsli frá þeim vörnum sem tengjast skólahúsnæði og lóð í kringum húsið. Einnig kynnti hann þá vinnu sem er í gangi varðandi hönnun á ofanflóðavörnum.

Heimastjórn þakkar fyrir góða kynningu og lýsir ánægju sinni með fyrirhugaða útivistarmöguleika í tengslum við ofanflóðaframkvæmdirnar.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Eldvarnareftirlit 2024

Skýrsla vegna eldvarnaeftirlis í Baldurshaga, Bíldudal.

Geir Gestsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum lið.

Viðhaldsskýrsla frá eldvarnareftirliti lögð fram og rædd.

Heimastjórn Arnarfjarðar lýsir áhyggjum af ástandi húsnæðisins og ítrekar mikilvægi þess að gerð verði heildstæð áætlun varðandi úrbætur á brunavörnum í húsinu. Slíkar úrbætur eru sérstaklega brýnar með tilliti til þess að félagsmiðstöð unglinga er staðsett í húsinu og heimastjórn hvetur til þess að úrbætur á því rými verði settar í algjöran forgang.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10