Fundur haldinn í Muggsstofu, Bíldudal, 13. nóvember 2024 og hófst hann kl. 16:30
Nefndarmenn
- Gunnþórunn Bender (GB) varamaður
- Rúnar Örn Gíslason (RÖG) formaður
- Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varaformaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
- Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna
Fundargerð ritaði
- Lilja Magnúsdóttir ritari
Almenn mál
1. Fjárhagsáætlun 2025 - 2028
Fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2025-2028. Gerður Sveinsdóttir bæjarstjóri kynnir stöðu fjárhagsáætlunar.
Gerður Sveinsdóttir bæjarstjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti stöðu á vinnu við fjárhagsáætlun fyrir 2025-2028.
Niðurstöður fjárhagsáætlunar verða síðan kynntar fyrir heimastjórn á fundi í janúar 2025.
2. Tímasetning funda heimastjórna
Gerður Sveinsdóttir, bæjarstjóri ræðir tímasetningu funda heimastjórna
Gerður Sveinsdóttir bæjarstjóri sat fundinn undir þessum lið. Tímasetning á fundum heimastjórna rædd í ljósi styttingar vinnuviku og fjölskylduvænni starfsmannastefnu.
Lagt til að næsti fundur heimastjórnar Arnarfjarðar verði þriðjudaginn 14.janúar vegna bæjarstjórnarfundar á miðvikudegi.
Samþykkt samhljóða.
3. Umferðarreglur í Vesturbyggð, í þéttbýli
Umhverfis- og framkvæmdasvið leggur fram tillögu um lækkun umferðarhraða innan þéttbýlis á Bíldudal.
Umhverfis- og framkvæmdasvið leggur fram tillögu um að umferðarhraði innan þéttbýlis
á Bíldudal verði lækkaður úr 35km/klst í 30km/klst.
Heimastjórn Arnarfjarðar samþykkir tillöguna samhljóða.
Heimastjórn Arnarfjarðar vekur einnig athygli á slæmu ástandi í götunni Lönguhlíð þar sem ástand götunnar leyfir ekki almennan aksturshraða. Heimastjórn leggur til við bæjarráð að skoðað verði hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að gatan verði skilgreind sem vistgata með 15 km hámarkshraða vegna þrengsla í götunni og til að tryggja öryggi vegfarenda. Jafnframt er brýnt að huga að viðhaldi götunnar sem allra fyrst.
Samþykkt samhljóða.
4. Umsagnarbeiðni gistileyfi Iceland Expeditions
Umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Vestfjörðum um gistileyfi til handa Icelandic Expeditions ehf að Krosseyri í Arnarfirði
Heimastjórn Arnarfjarðar gerir ekki athugasemdir við gistileyfi til handa Iceland Expeditions ehf að Krosseyri, Arnarfirði
Samþykkt samhljóða
Mál til kynningar
5. Umsóknir Vesturbyggðar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2024
Kynnt verður umsókn Vesturbyggðar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2024 fyrir frumhönnun útsýnispalls á Strengfelli og deiliskipulags svæðisins.
Lagt fram til kynningar.
Heimastjórn Arnarfjarðar lýsir ánægju sinni með þessa umsókn og vonar að umsóknin fá gott brautargengi.
6. Ofanflóðavarnir á Bíldudal
Til kynningar fundargerð nr. 12 Ofanflóðavarnir í Vesturbyggð-Stekkjargil og Milligil á Bíldudal.
Verið er að klára hönnun á ofanflóðavörnum á Bíldudal.
Fyrirhugað er að fara í útboð á Verkinu fljótlega eftir að hönnun liggur fyrir.
Fundargerð lögð fram til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15
Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.
Jenný Lára Magnadóttir boðaði forföll og Gunnþórunn Bender varamaður hennar sat fundinn í hennar stað.