Hoppa yfir valmynd

Heimastjórn Arnarfjarðar #7

Fundur haldinn í Muggsstofu, Bíldudal, 12. febrúar 2025 og hófst hann kl. 16:30

Nefndarmenn
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) aðalmaður
  • Rúnar Örn Gíslason (RÖG) formaður
  • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varaformaður
Starfsmenn
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna
  • Valgerður María Þorsteinsdóttir (VMÞ) menningar- og ferðamálafulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Lilja Magnúsdóttir ritari

Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið.
Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.

Almenn erindi

1. Deiliskipulag Hvestuvirkjunar - breyting

Tekin fyrir tillaga að breytingu deiliskipulags Hvestuvirkjunar. Breytingin gengur út að afmörkuð er lóð í fjórum skikum að heildarstærð 6.870 m² sem fær nafnið Hvestuvirkjanir. Vegslóði á uppdrætti er uppfærður til núverandi horfs og safnskurðum hnikað til skv. núverandi legu þeirra. Innan lóðarskikanna eru steinsteyptar stíflur með yfirfalli, botnrás, inntaksþró auk stöðvarhúsa.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkti tillöguna og lagði til við heimastjórn Arnarfjarðar á 7. fundi sínum að tillagan verði auglýst í samræmi við 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Heimastjórn Arnarfjarðar samþykkir samhljóða að tillagan verði auglýst í samræmi við 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Starfsemi félagsheimilanna

Starfsemi félagsheimila kynnt og rædd.

Valgerður María Þorsteinsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi og Erla Rún Jónsdóttir umsjónarmaður félagsheimilisins Baldurshaga sátu fundinn undir þessum lið.
Þær fóru yfir fyrirkomulag reksturs, reglur fyrir félagsheimilin, gjaldskrá og athugasemdir við húsnæðið frá eldvarnareftirliti.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Starfsáætlun heimastjórna 2025

Drög að starfsáætlun heimastjórnar Arnarfjarðar fyrir árið 2025 lögð fram.

Heimastjórn ræddi dagskrá fram á vorið og ákvað að stefna að kaffispjalli með íbúum laugardaginn 22.02.2025 kl. 14.00 og stefna að íbúafundi í lok mars.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Vetrarþjónusta á Dynjandisheiði

Bókun bæjarráðs frá 18.fundi 11.02.2025 um vetrarþjónustu á Dynjandisheiði.

Heimastjórn Arnarfjarðar tekur heilshugar undir bókun bæjarráðs Vesturbyggðar um vetrarþjónustu á Dynjandisheiði og bendir jafnframt á mikilvægi Bíldudalsvegar nr. 63 inn Arnarfjörð og upp á Dynjandisheiði og nauðsyn þess að tryggja þar vetrarþjónustu.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

5. Íþróttahúsið á Bíldudal

Þróun mála frá síðasta fundi

Rædd eftirfylgni við umræðu frá síðasta fundi varðandi íþróttahúsið á Bíldudal.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Bíldudalsskóli og Tjarnarbrekka Hönnun og undirbúningur

Fundargerðir verkfunda vegna byggingar Bíldudalsskóla

Lagt fram til kynningar

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Bíldudalsskóli og Tjarnarbrekka Hönnun og undirbúningur

Fundargerð 3 verkfundar vegna byggingu Bíldudalsskóla.

Lagt fram til kynningar.
Heimastjórn óskar eftir að sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs komi inn á næsta fund til að upplýsa um framgang verksins.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Bíldudalsvegur framkvæmdir

Erindi frá 6. fundi heimastjórnar Arnarfjarðar vegna Bíldudalsvegar, bókun bæjarstjórnar Vesturbyggðar og móttökukvittun frá Samgönguráðuneyti.

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30