Hoppa yfir valmynd

Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps #2

Fundur haldinn í Birkimel á Barðaströnd, 15. ágúst 2024 og hófst hann kl. 16:30

Nefndarmenn
  • Edda Kristín Eiríksdóttir (EKE) varaformaður
  • Elín Eyjólfsdóttir (EE) formaður
  • Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) aðalmaður
Starfsmenn
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Lilja Magnúsdóttir ritari

Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.

Formaður óskaði eftir heimild til afbrigða við dagskrá þannig að mál bætist við hana með málsnúmerið 2408035. Var það samþykkt samhljóða og verður málið nr. 3 á fundinum og munu önnur mál færast aftar sem því nemur.

Almenn mál

1. Fjárhagsáætlun 2025 - 2028

Lögð fram drög að reglum um fjárhagsáætlunarferlið 2024 vegna áætlunar 2025 - 2028 ásamt drögum að dagsetningum við vinnu fjárhagsáætlunar.

Nanna Lilja Sveinsbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kom inn á fundinn
og fór yfir tilhögun vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2025 - 2028 og
dagsetningar í þeirri vinnu.

Málsnúmer36

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Öryggi skólabarna frá Barðaströnd

Áskorun frá heimastjórn fyrrum Barðastrandar- og Rauðasandshrepps um vindmælingar á Barðaströnd og önnur öryggisatriði til að tryggja öryggi skólabíls og annarra vegfarenda.

Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps fer fram á að bæjarstjórn beiti sér fyrir auknu öryggi vegfarenda um Barðaströnd og yfir á Patreksfjörð. Á þessari leið þarf með ýmsum hætti að bæta öryggi skólabarna sem þurfa að fara þennan veg alla virka daga.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Almenn erindi

2. Orlofsbyggðin Flókalundi - Deiliskipulag

Tekin fyrir eftir auglýsingu deiliskipulag orlofsbyggðarinnar í Flókalundi. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 22. apríl 2024. Engar athugasemdir bárust frá almenningi á auglýsingatíma en umsagnir bárust frá Minjastofnun, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Slökkviliði Vesturbyggðar. Fyrir liggja leiðrétt skipulagsgögn m.t.t. umsagna sem bárust en gera þurfti lagfæringar á texta varðandi skilmála um litaval.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkti deiliskipulagið á 2. fundi sínum með leiðréttingum og lagfæringum á texta í samræmi við umræður á fundinum og vísaði málinu áfram til heimastjórnar fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps til afgreiðslu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Að tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs samþykkir heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps, í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr.123/2010, fyrirliggjandi deiliskipulag fyrir orlofsbyggðina í Flókalundi með fyrirvara um lagfæringu á orðalagi í texta í samræmi við ábendingar byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa í tölvupósti dags. 24.07.2024 til höfundar greinargerðar.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Mál til kynningar

4. Framtíð verndarsvæðis Breiðafjarðar

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:16