Hoppa yfir valmynd

Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps #3

Fundur haldinn í Birkimel á Barðaströnd, 12. september 2024 og hófst hann kl. 16:30

Nefndarmenn
Starfsmenn
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna

Fundargerð ritaði
  • Lilja Magnúsdóttir ritari

Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.

Maggý Hjördís keransdóttir boðaði forföll og Jóhann Örn Hreiðarsson fyrsti varamaður sat fundinn í hans stað.

Almenn mál

1. Fjárhagsáætlun 2025 - 2028

Tillögur og áherslur heimastjórnar fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps fyrir fjárhagsáætlun 2025

Rætt um áherslur heimastjórnar fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps vegna fjárhagsáætlun 2025-2029. Tillaga heimastjórnar verður lögð fram á næsta fundi til samþykktar.

Málsnúmer36

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Framkvæmdaleyfi - neysluvatnslagnir og forðatankur, Orlofsbyggðin Flókalundi

Lögð fram umsókn Orlofsbyggðarinnar í Flókalundi dagsett 22.08.2024 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun og tilfærslu vatnslagn fyrir heitt og kalt vatn sem og endurnýjun og tilfærsla forðatanks fyrir neysluvatn innan orlofsbyggðarinnar í Flókalundi.

Skipulags- og framkvæmdaráð lagði á 3. fundi sínum til að heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps samþykki að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni sbr. umsókn.

Skipulags- og framkvæmdaráð mat sem svo að framkvæmdin sé þess eðlis að heimilt sé að falla frá grenndarkynningu þar sem framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Fyrir liggur jákvæð umsögn frá UST sem leyfisveitanda á verndarsvæðum. Þá verði skipulagfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið.

Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps samþykkir að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni sbr. umsókn og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45