Hoppa yfir valmynd

Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps #4

Fundur haldinn í Birkimel á Barðaströnd, 10. október 2024 og hófst hann kl. 16:30

Nefndarmenn
  • Þórður Sveinsson (ÞS) varamaður
  • Elín Eyjólfsdóttir (EE) formaður
  • Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) varamaður
Starfsmenn
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna

Fundargerð ritaði
  • Lilja Magnúsdóttir ritari

Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.

Edda Kristín Eiríksdóttir boðaði forföll og Þórður Sveinsson fyrsti varamaður sat fundinn í hennar stað.
Maggý Hjördís Keransdóttir boðaði forföll og Jóhann Örn Hreiðarsson varamaður sat fundinn í hennar stað.

Almenn mál

1. Fjárhagsáætlun 2025 - 2028

Tillögur og áherslur heimastjórnar fyrir fjárhagsætlun 2025-2028

Tillögur og áherslur heimastjórnar fyrir fjárhagsætlun 2025-2028 ræddar.

Listinn er birtur með fundargerð.

Samþykkt samhljóða

Málsnúmer32

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Umsókn um framkvæmdaleyfi, Örlygshafnarvegur(612) Hvallátrar og Hvalsker - Sauðlauksdalur

Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar dagsett 22.mars 2024 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna tveggja verkefna á Örlygshafnarvegi, annars vegar nýr vegur um Hvallátra og hins vegar enduruppbygging á Örlygshafnarvegi (612) frá Hvalskeri að
Sauðlauksdal. Meðfylgjandi er framkvæmdaleyfisumsókn ásamt yfirlits- og grunnmyndum. Erindinu fylgir samþykki landeigenda Hvalskers.

Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til við heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og fyrrum Rauðasandshrepps á 4. fundi sínum að erindið verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir framkvæmd um Örlygshafnarveg: Hvalsker - Sauðlauksdalur þegar jákvæð umsögn Minjastofnunar og Umhverfisstofnunar liggur fyrir. Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu þess
hluta umsóknar er snýr að Hvallátrum þar til samþykki landeigenda liggur fyrir.

Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps samþykkir að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni sbr. umsókn og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar jákvæð umsögn Minjastofnunar og Umhverfisstofnunar liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Umsókn um framkvæmdaleyfi - strenglögn Geitagil - Breiðavík

Lögð fram umsókn Orkubús Vestfjarða dagsett 18. september 2024 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna lagningar þriggja fasa jarðstrengs ásamt ljósleiðara milli Geitagils í Örlygshöfn og Breiðavíkur. Erindinu fylgir samþykki viðkomandi landeigenda
sem og uppdrættir er sýna áformaða lagnaleiðina.

Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til við heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og fyrrum Rauðasandhrepps á 4. fundi sínum að erindið verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði heimilt
að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar jákvæð umsögn Minjastofnunar liggur fyrir.

Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps samþykkir að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni sbr. umsókn og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar jákvæð umsögn Minjastofnunar liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20