Fundur haldinn í Birkimel á Barðaströnd, 14. nóvember 2024 og hófst hann kl. 16:30
Nefndarmenn
- Edda Kristín Eiríksdóttir (EKE) varaformaður
- Elín Eyjólfsdóttir (EE) formaður
- Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) aðalmaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
- Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna
Fundargerð ritaði
- Lilja Magnúsdóttir ritari
Almenn mál
1. Fjárhagsáætlun 2025 - 2028
Fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2025-2028. Gerður Sveinsdóttir bæjarstjóri kynnir stöðu fjárhagsáætlunar.
Gerður Sveinsdóttir bæjarstjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti stöðu á vinnu við
fjárhagsáætlun fyrir 2025-2028.
Niðurstöður fjárhagsáætlunar verða síðan kynntar fyrir heimastjórn á fundi í janúar
2025
2. Tímasetning funda heimastjórna
Gerður Sveinsdóttir, bæjarstjóri ræðir tímasetningu funda heimastjórna
Gerður Sveinsdóttir bæjarstjóri sat fundinn undir þessum lið. Tímasetning á fundum
heimastjórna rædd í ljósi styttingar vinnuviku og fjölskylduvænni starfsmannastefnu.
Tillaga kom fram um að fundir yrðu haldnir kl. 14:30.
Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar
4. Þjóðgarðar á Vestfjörðum
Skýrsla um þjóðgarða á Vestfjörðum lögð fram til kynningar
Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps lýsir ánægju sinni með útgáfu þessarar skýrslu og hvetur bæjarstjórn Vesturbyggðar til að halda áfram vinnu við undirbúning þjóðgarða í Vesturbyggð.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:34
Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.