Hoppa yfir valmynd

Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps #6

Fundur haldinn í Birkimel á Barðaströnd, 16. janúar 2025 og hófst hann kl. 14:30

Nefndarmenn
  • Þórður Sveinsson (ÞS) varamaður
  • Elín Eyjólfsdóttir (EE) formaður
  • Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) varamaður
  • Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) aðalmaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna
  • Magnús Arnar Sveinbjörnsson () sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Lilja Magnúsdóttir ritari

Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.

Almenn erindi

1. Deiliskipulag Breiðavík, breyting.

Tekin fyrir tillaga að breytingu deiliskipulags Látrabjargs - Breiðavík. Breytingin fjallar um stækkun og breytta afmörkun lóðar B-6 í Breiðavík.

Skipulags- og framkvæmdaráð mæltist til þess á 5. fundi sínum þann 27. nóvember við heimastjórn fyrrum Barðastrandahrepps og Rauðasandshrepps að samþykkja viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.

Eftir fund Skipulags- og framkvæmdaráðs komu inn athugasemdir varðandi kirkjugarð Breiðavíkursóknar sem staðsettur var innan lóðar B-6 eftir áformaða breytingu. Lagður er fram uppfærður uppdráttur þar sem bætt hefur verið við lóð umhverfis kirkjugarð Breiðavíkursóknar, Lóð B-9 Kirkjugarður.

Maggý Hjördís Keransdóttir lýsti sig vanhæfa vegna fjölskyldutengsla og Jóhann Örn Hreiðarsson varamaður hennar sat fundinn undir þessum lið í fjarfundi.
Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps leggur áherslu á að tekið verði tillit til þeirra athugasemda sem fram hafa komið um aðgengi að kirkjugarði Breiðavíkursóknar og að sett verði kvöð um tryggt aðgengi að garðinum til framtíðar.

Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps samþykkir tillögu Skipulags- og framkvæmdaráðs og samþykkir viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.

Samþykkt samhljóða.

Jóhann vék af fundi og Maggý Hjördís kom inn á fundinn aftur.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Fjarkennsla barna á Barðaströnd

Lagt fram erindi frá formanni heimastjórnar vegna skólabarna á Barðaströnd þegar skólaakstur fellur niður.

Gerður Sveinsdóttir, bæjarstjóri og Magnús Arnar Sveinbjörnsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

Málið rætt og ákveðið að vísa málinu til næsta fundar fjölskylduráðs og í kjölfarið verði fundað með foreldrum skólabarna á Barðaströnd.

Magnús vék af fundi.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Starfsáætlun heimastjórna 2025

Starfsáætlun heimastjórnar fyrir árið 2025, drög lögð fram til umræðu.

Drög að starfsáætlun heimastjórnar fyrir árið 2025 rædd.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

4. Fjárhagsáætlun 2025 - 2028

Samþykkt fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2025-2028 lögð fram til upplýsinga.

Gerður Sveinsdóttir, bæjarstjóri, sat fundinn undir þessum lið og fór yfir afgreidda fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2025-2028 og þau verkefni sem farið verður í á árinu.

Málsnúmer36

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Öryggi skólabarna frá Barðaströnd

Tölvupóstur frá Vegagerðinni varðandi vindmælingar á Barðaströnd

Vegagerðin hefur sett upp vindmæli og myndavél á Hrafnanesi á Hvammshlíðinni en eftir er að tengja rafmagn fyrir búnaðinn. Vegagerðin fylgir málinu eftir.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:10