Fundur haldinn í Birkimel á Barðaströnd, 13. febrúar 2025 og hófst hann kl. 14:30
Nefndarmenn
- Edda Kristín Eiríksdóttir (EKE) varaformaður
- Elín Eyjólfsdóttir (EE) formaður
- Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) aðalmaður
Starfsmenn
- Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna
- Valgerður María Þorsteinsdóttir (VMÞ) menningar- og ferðamálafulltrúi
Fundargerð ritaði
- Lilja Magnúsdóttir ritari
Almenn erindi
1. Seftjörn lóð 1. Ósk um breytt heiti.
Erindi frá Kristínu Ósk Matthíasardóttur, dags. 13. janúar. Í erindinu er óskað eftir breyttu heiti á Seftjörn lóð 1, L173217, Barðaströnd. Óskað er eftir að skráð verði nafnið Tjarnarbakki á umrætt land. Erindinu fylgir samþykki Framkvæmdasýslunnar-Ríkiseigna.
Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til við Heimastjórn fyrrum Barðarstrandarhrepps og Rauðasandshrepps á 6. fundi sínum að erindið verði samþykkt.
Heimastjórn fyrrum Barðarstrandarhrepps og Rauðasandshrepps samþykkir erindi Kristínar Óskar Matthíasdóttur um nafni verði breytt úr Seftjörn lóð 1 í nafnið Tjarnarbakki.
Samþykkt samhljóða.
2. Starfsemi félagsheimilanna
Starfsemi félagsheimila kynnt og rædd
Valgerður María Þorsteinsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi og Silja Ísafoldardóttir umsjónarmaður Birkimels, sátu fundinn undir þessum lið. Þær fóru yfir fyrirkomulag reksturs, reglur fyrir félagsheimilin, gjaldskrá og athugasemdir við húsnæðið frá eldvarnareftirliti og heilbrigðiseftirliti.
Heimastjórn hvetur til þess að húsnefnd/eigendafélag félagsheimilisins Birkimels verði virkjað sem fyrst.
3. Starfsáætlun heimastjórna 2025
Drög að starfsáætlun heimastjórnar fyrir árið 2025 lögð fram.
Heimastjórn lagði til að bjóða íbúum á Barðaströnd og í fyrrum Rauðasandshreppi í kaffispjall dagana 4 og 5 mars og stefnt að íbúafundum dagana 26 og 27 mars. Ráðgert er að fundirnir verði haldnir í Birkimel og í Minjasafninu á Hnjóti. Fundirnir verða auglýstir betur þegar nær dregur.
Samþykkt samhljóða.
Til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:10
Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið.
Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.