Fundur haldinn í Birkimel á Barðaströnd, 13. mars 2025 og hófst hann kl. 14:30
Nefndarmenn
- Edda Kristín Eiríksdóttir (EKE) varaformaður
- Elín Eyjólfsdóttir (EE) formaður
- Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) aðalmaður
Starfsmenn
- Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna
Fundargerð ritaði
- Lilja Magnúsdóttir ritari
Almenn erindi
1. Umsókn um framkvæmdaleyfi, Örlygshafnarvegur(612) Hvallátrar og Hvalsker - Sauðlauksdalur
Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar dagsett 22.mars 2024 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna tveggja verkefna á Örlygshafnarvegi, annars vegar nýr vegur um Hvallátra og hins vegar enduruppbygging á Örlygshafnarvegi (612) frá Hvalskeri að
Sauðlauksdal. Málið var áður tekið fyrir á 4. fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 25. september 2024 þar sem Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkti útgáfu framkvæmdaleyfis vegna Örlygshafnarvegs Hvalsker - Sauðlauksdalur en frestaði afgreiðslu þess hluta umsóknar er snýr að Örlygshafnarveg Hvallátrum þar til samþykki landeigenda liggur fyrir. Nú liggur fyrir samþykki landeigenda.
Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til við heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og fyrrum Rauðasandshrepps á 7. fundi sínum þann 26. febrúar 2025 að erindið verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir framkvæmd um Örlygshafnarveg - Hvallátra.
Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps samþykkir að gefið verði út framkvæmdaleyfi og að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir framkvæmd um Örlygshafnarveg - Hvallátra.
Samþykkt samhljóða.
2. Heimastjórnir, fundir með íbúum
Umræða og ábendingar af fundum heimastjórnar í Örlygshöfn og á Barðaströnd með íbúum 04. og 05. mars.
Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps þakkar íbúum fyrir góðar umræður á kaffispjalli heimastjórnar á Hnjóti og í Birkimel 04. og 05. mars.
Unnið verður áfram með þær hugmyndir og ábendingar sem fram komu á fundinum.
3. Starfsáætlun heimastjórna 2025
Starfsáætlun heimastjórnar fyrrum Barðastrandar- og Rauðasandshrepps 2025
Heimastjórn fyrrum Barðastrandar- og Rauðasandshrepps er sammála um að halda íbúafund á Hnjóti 26.mars kl. 16.30 og í Birkimel 27. mars kl. 16.30.
Íbúafundir heimastjórna eru hugsaðir sem fyrsta formlega skrefið í vinnu heimastjórna við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2026. Heimastjórnir vinni síðan áfram með þær ábendingar sem fram koma hjá íbúum og leggja fram til bæjarstjórnar í vinnu við fjárhagsáætlun í haust.
Til kynningar
4. Ábyrgð á ráðstöfun dýraleifa
5. Krossholt, iðnaðarhúsnæði - Beiðni um forkaupsrétt í lóðarleigusamningi
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:09
Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið.
Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.