Hoppa yfir valmynd

Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps #8

Fundur haldinn í Birkimel á Barðaströnd, 13. mars 2025 og hófst hann kl. 14:30

Nefndarmenn
  • Edda Kristín Eiríksdóttir (EKE) varaformaður
  • Elín Eyjólfsdóttir (EE) formaður
  • Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) aðalmaður
Starfsmenn
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna

Fundargerð ritaði
  • Lilja Magnúsdóttir ritari

Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið.
Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.

Almenn erindi

1. Umsókn um framkvæmdaleyfi, Örlygshafnarvegur(612) Hvallátrar og Hvalsker - Sauðlauksdalur

Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar dagsett 22.mars 2024 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna tveggja verkefna á Örlygshafnarvegi, annars vegar nýr vegur um Hvallátra og hins vegar enduruppbygging á Örlygshafnarvegi (612) frá Hvalskeri að
Sauðlauksdal. Málið var áður tekið fyrir á 4. fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 25. september 2024 þar sem Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkti útgáfu framkvæmdaleyfis vegna Örlygshafnarvegs Hvalsker - Sauðlauksdalur en frestaði afgreiðslu þess hluta umsóknar er snýr að Örlygshafnarveg Hvallátrum þar til samþykki landeigenda liggur fyrir. Nú liggur fyrir samþykki landeigenda.

Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til við heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og fyrrum Rauðasandshrepps á 7. fundi sínum þann 26. febrúar 2025 að erindið verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir framkvæmd um Örlygshafnarveg - Hvallátra.

Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps samþykkir að gefið verði út framkvæmdaleyfi og að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir framkvæmd um Örlygshafnarveg - Hvallátra.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Heimastjórnir, fundir með íbúum

Umræða og ábendingar af fundum heimastjórnar í Örlygshöfn og á Barðaströnd með íbúum 04. og 05. mars.

Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps þakkar íbúum fyrir góðar umræður á kaffispjalli heimastjórnar á Hnjóti og í Birkimel 04. og 05. mars.
Unnið verður áfram með þær hugmyndir og ábendingar sem fram komu á fundinum.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Starfsáætlun heimastjórna 2025

Starfsáætlun heimastjórnar fyrrum Barðastrandar- og Rauðasandshrepps 2025

Heimastjórn fyrrum Barðastrandar- og Rauðasandshrepps er sammála um að halda íbúafund á Hnjóti 26.mars kl. 16.30 og í Birkimel 27. mars kl. 16.30.
Íbúafundir heimastjórna eru hugsaðir sem fyrsta formlega skrefið í vinnu heimastjórna við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2026. Heimastjórnir vinni síðan áfram með þær ábendingar sem fram koma hjá íbúum og leggja fram til bæjarstjórnar í vinnu við fjárhagsáætlun í haust.

Málsnúmer12

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

4. Ábyrgð á ráðstöfun dýraleifa

Minnisblað varðandi ráðstöfun dýraleifa í Vesturbyggð

Lagt fram til kynningar

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Krossholt, iðnaðarhúsnæði - Beiðni um forkaupsrétt í lóðarleigusamningi

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Fundargerðir 2024 Breiðafjarðarnefndar

Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2024 lagðar fram til kynningar

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:09