Hoppa yfir valmynd

Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps #9

Fundur haldinn í Birkimel á Barðaströnd, 10. apríl 2025 og hófst hann kl. 14:30

Nefndarmenn
  • Edda Kristín Eiríksdóttir (EKE) varaformaður
  • Elín Eyjólfsdóttir (EE) formaður
  • Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) varamaður
Starfsmenn
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna

Fundargerð ritaði
  • Lilja Magnúsdóttir ritari

Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.

Maggý Hjördís Keransdóttir boðaði forföll og Jóhann Örn Hreiðarsson varamaður sat fundinn í hennar stað.

Almenn erindi

1. Erindisbréf

Bryndís Gunnlaugsdóttir lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga kom inn á fundinn og fór yfir heimildir heimastjórna samkvæmt erindisbréfi.

Heimastjórn þakkar góðar upplýsingar og umræður.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Brjánslækur, tjaldhýsi. Tilkynnt framkvæmd.

Erindi frá Jóhanni Pétri Ágústssyni, dags. 25. mars 2024. Í erindinu er tilkynnt framkvæmd um tvö tjaldhýsi í námu innan til við Brjánslæk, Barðaströnd, Tjaldhýsin eru 12x12m og 12x24m, samsett úr gámum og tjaldi með stálramma. Hýsin eru ætluð sem salt- og vélargeymsla í tengslum við rekstur umsækjenda. Svæðið er ódeiliskipulagt.

Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til við heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps á 9. fundi sínum að framkvæmdin verði undanþegin grenndarkynningu þar sem framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Þá leggur ráðið til í ljósi þess að ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið sem heimili áformin að samþykkt verði að tjaldhýsin standi í þrjú ár og umsækjandi hugi að varanlegri lausn á því tímabili. Áður en til framkvæmda kemur þarf samþykki landeigenda að liggja fyrir.

Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs að framkvæmdin verði undanþegin grenndarkynningu þar sem framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Þá leggur ráðið til í ljósi þess að ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið sem heimili áformin að samþykkt verði að tjaldhýsin standi í þrjú ár og umsækjandi hugi að varanlegri lausn á því tímabili. Áður en til framkvæmda kemur þarf samþykki landeigenda að liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Brjánslækur 1 Prestshús, samþykki byggingaráforma

Erindi frá Jóhanni Pétri Ágústssyni, dags. 25. mars 2025. Í erindinu er sótt um samþykki byggingaráforma vegna 24,8 m2 frístundahúss sem áformað er að flytja á lóðina Brjánslækur 1 Prestshús, L 209251. Húsið er í dag staðsett á Haukabergi Lóð 4. Erindinu fylgir afstöðumynd og aðaluppdráttur.

Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til við heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps á 9. fundi sínum að samþykkja byggingaráformin með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar, en grenndarkynna þarf áformin fyrir sóknarnefnd Brjánslækjarsóknar. Þá þarf að liggja fyrir samþykki Ríkiseigna sem landeigenda fyrir áformunum. Ráðið hvatti framkvæmdaraðila til að samræma útlit hússins við aðliggjandi byggingar.

Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs um byggingaráform umsækjanda með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar, en grenndarkynna þarf áformin fyrir sóknarnefnd Brjánslækjarsóknar. Þá þarf að liggja fyrir samþykki Ríkiseigna sem landeigenda fyrir áformunum. Ráðið hvatti framkvæmdaraðila til að samræma útlit hússins við aðliggjandi byggingar.

Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps tekur undir hvatningu ráðsins um útlit hússins með litavali svo bæjarmyndin spillist ekki þegar horft er heim að húsunum.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Efri - Rauðsdalur, umsókn um byggingarleyfi.

Erindi frá Gísla Á. Gíslasyni, Efri Rauðsdal Barðaströnd, dags. 18. mars 2025. Í erindinu er sótt um samþykki byggingaráforma fyrir 109,4m2 viðbyggingu við hlöðu. Viðbyggingin er stálgrind með yleiningum.

Svæðið er ódeiliskipulagt.

Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til við heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps á 9. fundi sínum að samþykkja byggingaráformin og mat sem svo að framkvæmdin sé þess eðlis að heimilt sé að falla frá grenndarkynningu þar sem framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.

Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps samþykkir byggingaráformin og er sammála mati skipulags- og framkvæmdaráðs að framkvæmdin sé þess eðlis að heimilt sé að falla frá grenndarkynningu þar sem framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Umsagnarbeiðni veitingaleyfi Hnjótur Byggðasafn

Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Vestfjörðum vegna umsóknar um vínveitingaleyfi á Minjasafni Egils Ólafssonar á Hnjóti.

Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps gerir ekki athugasemd við umsókn Minjasafnsins á Hnjóti um vínveitingaleyfi.

Samþykkt samhljóða

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Grenjavinnsla 2025

Óskað er umsagnar Heimastjórnar fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps á auglýsingu um grenjavinnslu fyrir árið 2025.
Jafnframt er óskað umsagnar á samningsformi, eins og notast hefur verið við, undanfarin ár.

Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps gerir ekki athugasemdir við auglýsingu um grenjavinnslu eða
við samningsformið. Yfirfara þarf dagsetningar í auglýsingu áður en hún er send til birtingar.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Heimastjórnir, fundir með íbúum

Unnið áfram með umræður og ábendingar af fundum heimastjórnar.

Rætt um verklag við gerð fjárhagsáætlunar og úrvinnslu atriða frá íbúafundum.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Upplýsingar frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Fyrirspurn heimastjórnar fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps til Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps í Vesturbyggð óskar upplýsinga frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða (HVest) um eftirfarandi atriði er varða þjónustu sem á heimasíðu HVest er nefnd heilsugæslusel. Áður fyrr kom læknir reglulega frá sjúkrahúsinu á Patreksfirði á Krossholt á Barðaströnd og gátu íbúar þar þá sótt læknisþjónustu í sínu nærumhverfi.

1. Hverjar eru ástæður þess að þjónustan sem að ofan er lýst var lögð af á Krossholtum og hvenær var það?
2. Kemur til greina, af hálfu HVEST, að taka þjónustuna á Krossholtum upp á ný og, ef svo, hvað þarf að koma til svo af því megi verða?
3. Hvaða viðmið eða reglur gilda um starfrækslu heilsugæslusela og ákvarðanir sem teknar eru um hvar þjónustan skal vera í boði?

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

9. Fundargerðir 2025 Breiðafjarðarnefndar

Lögð fram til kynningar fundargerð 229. fundar Breiðafjarðarnefndar sem haldin var 4. febrúar 2025

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:56