Hoppa yfir valmynd

Heimastjórn Patreksfjarðar #2

Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 7. ágúst 2024 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) formaður
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varamaður
Starfsmenn
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna

Fundargerð ritaði
  • Lilja Magnúsdóttir ritari

Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.

Gunnar Sean Eggertsson komst ekki á fundinn og ekki náðist að boða varamann í hans stað.

Almenn mál

1. Fjárhagsáætlun 2025 - 2028

Lögð fram drög að reglum um fjárhagsáætlunarferlið 2024 vegna áætlunar 2025 - 2028 ásamt drögum að dagsetningum við vinnu fjárhagsáætlunar.

Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir, sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs kom inn á fundinn og kynnti verkáætlun varðandi gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2025 - 2028 og helstu dagsetningar í því ferli.

Málsnúmer28

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Mál til kynningar

2. Styrkvegir 2024 umsóknir

Gerður Björk Sveinsdóttir bæjarstjóri kom inn á fundinn undir þessum lið og ræddi stöðu styrkvega í sveitarfélaginu.

Heimastjórn Patreksfjarðar hvetur til að skoðað verði hvort slóði niður á Þúfneyri og gamli vegurinn upp Mikladal falli undir mögulegar styrkveitingar til lagfæringar á þeim.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Patreksskóli, skólalóð endurnýjun og viðhald

Magnús Árnason verkefnastjóri á umhverfis- og framkvæmdasviði kom inn á fundinn og fór yfir framkvæmdir á skólalóð Patreksskóla.

Magnús fór yfir framkvæmdir á skólalóð Patreksskóla og kynnti stöðu þeirra. Heimastjórn Patreksfjarðar fagnar þessum framkvæmdum og hversu vel gengur.
Einnig fór Magnús yfir stöðu á lóð Arakletts og fyrirhugaðar lagfæringar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerðir til kynningar

4. Brunnar Patreksfirði Endurgerð götu

Lagt fram til kynningar, fundargerð þriðja verkfundar vegna framkvæmda við endurgerð Brunna, lagnir og gata. Til aðgreiningar eru nýr texti frá verkfund í bláu. Áætlað er að búið sé að framkvæma milli 25-30% af verkinu.

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer11

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00