Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 7. ágúst 2024 og hófst hann kl. 16:00
Nefndarmenn
- Rebekka Hilmarsdóttir (RH) formaður
- Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varamaður
Starfsmenn
- Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna
Fundargerð ritaði
- Lilja Magnúsdóttir ritari
Almenn mál
1. Fjárhagsáætlun 2025 - 2028
Lögð fram drög að reglum um fjárhagsáætlunarferlið 2024 vegna áætlunar 2025 - 2028 ásamt drögum að dagsetningum við vinnu fjárhagsáætlunar.
Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir, sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs kom inn á fundinn og kynnti verkáætlun varðandi gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2025 - 2028 og helstu dagsetningar í því ferli.
Mál til kynningar
2. Styrkvegir 2024 umsóknir
Gerður Björk Sveinsdóttir bæjarstjóri kom inn á fundinn undir þessum lið og ræddi stöðu styrkvega í sveitarfélaginu.
Heimastjórn Patreksfjarðar hvetur til að skoðað verði hvort slóði niður á Þúfneyri og gamli vegurinn upp Mikladal falli undir mögulegar styrkveitingar til lagfæringar á þeim.
3. Patreksskóli, skólalóð endurnýjun og viðhald
Magnús Árnason verkefnastjóri á umhverfis- og framkvæmdasviði kom inn á fundinn og fór yfir framkvæmdir á skólalóð Patreksskóla.
Magnús fór yfir framkvæmdir á skólalóð Patreksskóla og kynnti stöðu þeirra. Heimastjórn Patreksfjarðar fagnar þessum framkvæmdum og hversu vel gengur.
Einnig fór Magnús yfir stöðu á lóð Arakletts og fyrirhugaðar lagfæringar.
Fundargerðir til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00
Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.
Gunnar Sean Eggertsson komst ekki á fundinn og ekki náðist að boða varamann í hans stað.