Hoppa yfir valmynd

Heimastjórn Patreksfjarðar #5

Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 6. nóvember 2024 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Gunnar Sean Eggertsson (GSE) varaformaður
  • Sigurjón Páll Hauksson (SPH) varamaður
  • Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) aðalmaður
Starfsmenn
  • Geir Gestsson (GG) sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna

Fundargerð ritaði
  • Lilja Magnúsdóttir ritari

Gunnar Sean Eggertsson, varaformaður setti fund í fjarveru formanns og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og lýsti hann fundinn lögmætan.

Rebekka Hilmarsdóttir boðaði forföll og sat Sigurjón Páll Hauksson fyrsti varamaður fundinn í hennar stað.

Almenn mál

1. Fjárhagsáætlun 2025 - 2028

Fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2025-2028. Gerður Sveinsdóttir bæjarstjóri kynnir stöðu fjárhagsáætlunar.

Gerður Sveinsdóttir sat fundinn undir þessum lið og kynnti stöðu á vinnu við fjárhagsáætlun fyrir 2025-2028.
Niðurstöður fjárhagsáætlunar verða síðan kynntar fyrir heimastjórn á fundi í janúar 2025.

Málsnúmer32

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Tímasetning funda heimastjórna

Tímasetning funda heimastjórna rædd

Gerður Sveinsdóttir bæjarstjóri sat fundinn undir þessum lið. Tímasetning á fundum heimastjórna rædd í ljósi styttingar vinnuviku og fjölskylduvænni starfsmannastefnu. Tillaga verður lögð fram á janúarfundi og rædd þá.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Umferðarreglur í Vesturbyggð, í þéttbýli

Tillaga frá umhverfis- og framkvæmdasviði um lækkun umferðarhraða innan þéttbýlis

Geir Gestsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum lið.
Fyrir fundinum lá tillaga frá umhverfis- og framkvæmdasviði um að umferðarhraði innan þéttbýlis á Patreksfirði verði lækkaður úr 35 km/klst niður í 30 km/klst.
Einnig leggur umhverfis- og framkvæmdasvið til að heimastjórn skoði hvort lækka eigi hámarkshraða á Strandgötu úr 50 km/klst niður í 40 km/klst.
Heimastjórn Patreksfjarðar samþykkir samhljóða að lækka hámarkshraða úr 35 km/klst niður í 30 km/klst.
Heimastjórn Patreksfjarðar samþykkir samhljóða að vísa tillögu um lækkun hámarkshraða á Strandgötu til gerðar umferðaröryggisáætlunar sem er í vinnslu en leggur jafnframt til að hraðatakmörkun við leikskólann Araklett verði færð inn að Araklettinum þannig að umferðarhraði minnki fyrr.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Mál til kynningar

4. Málstefna

Málstefna Vesturbyggðar lögð fram til kynningar

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerðir til kynningar

5. Brunnar Patreksfirði Endurgerð götu

Lögð fram til kynningar verkfundargerð nr 5 Verkið er að klárast og eru fyrirhuguð verklok í viku 42.

Geir Gestsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum lið og svaraði fyrirspurnum fundarmanna.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer11

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:57