Hoppa yfir valmynd

Heimastjórn Patreksfjarðar #6

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 8. janúar 2025 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Gunnar Sean Eggertsson (GSE) varaformaður
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) formaður
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varamaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna

Fundargerð ritaði
  • Lilja Magnúsdóttir ritari

Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.

Almenn erindi

1. Tímasetning funda heimastjórna

Tímasetning funda heimastjórnar Patreksfjarðar.

Rætt um tímasetningu funda heimastjórnar Patreksfjarðar, formaður lagði til fundartíma kl. 13.00. Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer9

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Starfsáætlun heimastjórna 2025

Starfsáætlun heimastjórnar fyrir árið 2025, tillaga formanns lögð fram til umræðu

Starfsáætlun ársins rædd.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

3. Fjárhagsáætlun 2025 - 2028

Samþykkt fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2025-2028 lögð fram til upplýsinga

Gerður Sveinsdóttir, bæjarstjóri kom inn á fundinn undir þessum lið og fór yfir afgreidda fjárhagsætlun Vesturbyggðar 2025-2028 og þau verkefni sem farið verður í á árinu.

Málsnúmer36

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Brunnar Patreksfirði Endurgerð götu

Lögð fram til kynningar verkfundargerð nr 6 sem jafnframt er lokafundargerð. Verkið hefur gengið ágætlega og leyst hefur verið úr þeim málum sem upp hafa komið í samráði við verktaka. Þær breytingar sem orðið hafa á legu lagna frá því hönnun á verkinu átti sér stað verða hafa verið mældar út og staðsettar af verktaka, þeim gögnum verður skilað inn til Vesturbyggðar.

Málsnúmer12

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:23