Hoppa yfir valmynd

Heimastjórn Patreksfjarðar #7

Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 5. febrúar 2025 og hófst hann kl. 13:00

Nefndarmenn
  • Gunnar Sean Eggertsson (GSE) varaformaður
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) formaður
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varamaður
Starfsmenn
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna
  • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi
  • Valgerður María Þorsteinsdóttir (VMÞ) menningar- og ferðamálafulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Lilja Magnúsdóttir ritari

Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.

Vegna veðurs og ófærðar var fundurinn haldinn sem fjarfundur.

Almenn erindi

1. Öryggi vegfarenda á Raknadalshlíð og Kleifarheiði

Öryggismál á Raknadalshlíð, snjóflóðavöktun, ofanflóðaspár og öryggi vegfarenda um hlíðina.

Rætt um áhyggjur af öryggi vegfarenda sem fara um Raknadalshlíð og Kleifaheiði vegna ofanflóðahættu, en fjölmög snjóflóð hafa fallið á vegina síðustu vikur.

Heimastjórn Patreksfjarðar fagnar því að Veðurstofan hafi loksins hafið vöktun með snjóflóðahættu á Raknadalshlíð og að nú séu send út sms til vegfarendur ef óvissuástand er á hlíðinni vegna ofanflóðahættu. Slíkri vöktun er þó ekki til að dreifa á Kleifaheiði og þar hafa komið upp erfiðar aðstæður vegna ofanflóða m.a. á síðustu vikum.

Þrátt fyrir að vöktun hafi verið aukin og upplýsingum sé komið á framfæri við íbúa og vegfarendur, þá hefur heimastjórn miklar áhyggjur af því að enn hefur ekki verið bætt fjarskiptasamband á Raknadalshlíð og á Kleifaheiði. Um mikilvægt öryggisatriði er að ræða, sérstaklega á þessum árstíma og nauðsynlegt að bætt verði úr því sem allra fyrst til að tryggja öryggi vegfarenda.

Mikil umferð er á þessum vegköflum, en daglega fara leik- og grunnskólabörn frá Barðaströnd um veginn yfir vetrartímann. Það ætti því að vera algjört forgangsmál Vegagerðar, Almannavarna og Fjarskiptastofu að tryggja öryggi vegfarenda með því að fjarskiptasamband á þessari leið sé fullnægjandi. Veðmál um öryggi vegfarenda með þessum hætti, er með öllu óásættanlegt.

Að mati Heimastjórnar er fullnægjandi fjarskiptasamband ekki eitthvað sem þyrfti að benda sérstaklega á að þyrfti að tryggja og að berjast þurfi fyrir á árinu 2025. Hér er ekki um að ræða munað eða lúxus, heldur lágmarks grundvallarþjónustu hins opinbera til að tryggja öryggi vegfarenda.

Sveitarfélagið Vesturbyggð hefur áður skorað á Vegagerðina að fundin verði framtíðarlausn til að verja vegfarendur sem aka um Raknadalshlíð.
Heimastjórn Patreksfjarðar skorar á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að nú þegar verði hafin vinna við að tryggja öryggi vegfarenda um Raknadalshlíð til framtíðar, hvort sem er með nýju vegstæði eða öðrum lausnum sem eru til þess fallnar að tryggja í eitt skipti fyrir öll, öryggi vegfarenda sem fara um Raknadalshlíð. Fram að þeim tíma verði tryggð fullnægjandi ofanflóðavöktun á Raknadalshlíð og á Kleifaheiði. Þá verði ofanflóðaspár fyrir Raknadalshlíð og á Kleifaheiði unnar og útgefnar með reglulegum hætti eins og gert er á öðrum svæðum um landið þar sem mikil hætta er á ofanflóðum.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Fundargerðir 2025 stjórnar Vestfjarðastofu

Fundargerð Vestfjarðastofu frá 65. fundi stjórnar Vestfjarðastofu 29.01.2025.

Formaður fór yfir fyrirspurn til stjórnar Vestfjarðastofu varðandi mögulegar breytingar á stöðugildum hjá Vestfjarðastofu og hvort stæði til að auglýsa lausa stöðu verkefnastjóra á sunnanverðum Vestfjörðum. Lögð fram bókun stjórnar Vestfjarðastofu frá 65. stjórnarfundi þann 29. janúar 2025 þar sem fyrirspurn formanns var tekin fyrir.

Samkvæmt bókun stjórnar Vestfjarðastofu hefur stöðugildum ekki verið fækkað hjá Vestfjarðastofu né stendur til að þeim verði fækkað. Með vísan til bókun stjórnar stendur ekki til að auglýsa til umsóknar lausa stöðu verkefnastjóra á sunnanverðum Vestfjörðum.

Heimastjórn Patreksfjarðar fagnar því að gengið hafi verið frá ráðningu verkefnastjóra farsældar og ítrekar mikilvægi þess að ávallt sé tryggt að tveir starfsmenn Vestfjarðastofu séu jafnan á hverju svæði innan starfssvæðis Fjórðungssambands Vestfirðinga og Vestfjarðastofu.

Heimastjórn gerir hins vegar alvarlega athugasemd við þá ákvörðun að auglýsa ekki stöðu verkefnastjóra sem var á sunnanverðum Vestfjörðum lausa til umsóknar og beinir því til stjórnar Vestfjarðastofu að tryggt verði að öll störf Vestfjarðastofu séu auglýst, hvort sem um er að ræða störf sem eru staðbundin eða óháð staðsetningu.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Starfsáætlun heimastjórna 2025

Drög að starfsáætlun heimastjórnar Patreksfjarðar fyrir árið 2025 lögð fram.

Heimastjórn ræddi drög að dagskrá og ákveðið var að bjóða til kaffispjalls með íbúum og heimastjórn miðvikudaginn 26.feb.2025 kl. 17.00.

Frekari dagskrá ársins vísað til næsta fundar.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Starfsemi félagsheimilanna

Starfsemi félagsheimila kynnt og rædd.

Valgerður María Þorsteinsdóttir, menningar- og ferðamálafulltrúi og Rósa Ástvaldsdóttir, umsjónarmaður Félagsheimilis Patreksfjarðar sátu fundinn undir þessum lið. Þær fóru yfir fyrirkomulag reksturs, reglur fyrir félagsheimilin, gjaldskrá og athugasemdir við húsnæðið frá eldvarnareftirliti og heilbrigðiseftirliti.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

5. Patreksfjörður - landfylling innan eyrarinnar.

Kynning á landfyllingu á Patreksfirði, umsagnir og næstu skref.

Óskar Örn Gunnarsson, skipulagsfulltrúi, sat fundinn undir þessum lið og fór yfir þá vinnu sem er í gangi varðandi landfyllingu á Patreksfirði. Hann fór yfir umsagnir við lýsingu á verkefninu og ræddi næstu skref.
Heimastjórn Patreksfjarðar hvetur til frekari kynningar á verkefninu og auknu samtali við íbúa um verkefnið.
Óskar Örn Gunnarsson vék af fundi.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Svæðisáætlun um úrgang

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum lögð fram til kynningar. Jafnframt kynnt skipan fulltrúa Vesturbyggðar í Úrgangsráð.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:26