Hoppa yfir valmynd

Heimastjórn Patreksfjarðar #9

Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 1. apríl 2025 og hófst hann kl. 13:00

Nefndarmenn
  • Sigurjón Páll Hauksson (SPH) varamaður
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) formaður
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varamaður
Starfsmenn
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna

Fundargerð ritaði
  • Lilja Magnúsdóttir ritari

Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.

Gunnar Sean Eggertsson boðaði forföll og Sigurjón Páll Hauksson fyrsti varamaður sat fundinn í hans stað.

Almenn erindi

1. Erindi til heimastjórnar Patreksfjarðar frá árgangi 71

Fyrirspurn um leik- og útivistarsvæði frá árgangi 1971

Heimastjórn Patreksfjarðar þakkar árgangi 1971 fyrir erindið og sýndan áhuga á að bæta samfélagið. Skilgreind útivistarsvæði á aðalskipulagi á Patreksfirði eru meðal annars á Bölum og við Friðþjófstorg þar sem unnið hefur verið að uppbyggingu leiksvæða.

Heimastjórn Patreksfjarðar vísar því til bæjarstjórnar að skipulögð verði stærri útivistarsvæði til dæmis fyrir Frisbí golf í Mikladal og/eða uppsetningu á hoppubelg á Vatneyri.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Grenjavinnsla 2025

Óskað er umsagnar Heimastjórnar Patreksfjarðar á auglýsingu um grenjavinnslu fyrir árið 2025.
Jafnframt er óskað umsagnar á samningsformi, eins og notast hefur verið við, undanfarin ár.

Heimastjórn Patreksfjarðar gerir ekki athugasemdir við auglýsingu um grenjavinnslu eða við samningsformið. Yfirfara þarf dagsetningar í auglýsingu áður en hún er send til birtingar.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Heimastjórnir, fundir með íbúum

Undirbúningur fyrir íbúafund 01.04.2025

Rætt um undirbúning fyrir íbúafund sem haldinn verður í Félagsheimili Patreksfjarðar síðar í dag, 1. apríl.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

4. Ósk um lausn frá störfum.

Ósk um lausn frá störfum.

Lagt fram til kynningar.
Heimastjórn Patreksfjarðar þakkar Tryggva Bjarnasyni fyrir gott samstarf og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00