Hoppa yfir valmynd

Heimastjórn Tálknafjarðar #1

Fundur haldinn í fundarsal, Strandgötu 38, Tálknafirði, 4. júlí 2024 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
  • Jónas Snæbjörnsson (JS) varaformaður
  • Þór Magnússon (ÞM) formaður
Starfsmenn
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna

Fundargerð ritaði
  • Lilja Magnúsdóttir ritari

Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.

Almenn erindi

1. Tálknafjarðarhöfn, viðhaldsþörf

Tillaga frá formanni heimastjórnar Tálknafjarðar varðandi viðhald á Tálknafjarðarhöfn

Heimastjórn Tálknafjarðar telur afar brýnt að meðfylgjandi erindi fari í verkmat og kostnaður verði reiknaður með það að markmiði að koma verkefninu inn í vinnu við Samgönguáætlun 2024-2038.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Viðhaldsþörf í Tálknafirði

Erindi frá Jónasi Snæbjörnssyni varðandi viðhaldsþörf í Tálknafirði.

Geir Gestsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs kom inn á fundinn á Teams og ræddi þau verkefni sem eru í gangi. Rætt var um viðhald á götum í Tálknafirði, svæði fyrir losun á jarðvegi og skilti við aðkomuna að Tálknafirði.

Geir falið að ræða við Vegagerðina um að setja upp afmarkað svæði fyrir skilti við gatnamótin áleiðis til Tálknafjarðar.
Rætt um losunarsvæði fyrir jarðveg og hvað þurfi til að hægt sé að útbúa slíkt svæði. Vesturbyggð er með starfsleyfi fyrir losunarsvæði fyrir óvirkan úrgang í Mikladal sem sveitarfélagið bendir á þar til annað er ákveðið.

Heimastjórn Tálknafjarðar bendir bæjarstjórn á að deiliskipulag hafnar liggur fyrir og heimastjórn hvetur bæjarstjórn til að ýta því verki áfram.

Einnig var rætt um viðhaldsþörf gatna í Tálknafirði og þá sérstaklega á Hrafnadalsvegi. Geir benti á þann möguleika að fá Vegagerðina til að vinna að verkinu með áhaldahúsi Vesturbyggðar. Heimastjórn Tálknafjarðar felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að vinna að framgangi verksins.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Tímasetning funda heimastjórna

Ákvörðun um tímasetningu funda heimastjórna.

Formaður bar upp tillögu að fundartíma að fundir hefjist kl. 16.00 fyrsta fimmtudag í mánuði.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

4. Erindisbréf

Erindisbréf heimastjórnar Tálknafjarðar.

Lagt fram til kynningar

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Samþykktir sameinaðs sveitarfélag Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar

Samþykktir sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar lagðar fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Siðareglur kjörinna fulltrúa

Siðareglur fyrir Sameinað sveitarfélag Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar fyrir kjörna fulltrúa lagðar fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:05