Fundur haldinn í fundarsal, Strandgötu 38, Tálknafirði, 8. ágúst 2024 og hófst hann kl. 16:00
Nefndarmenn
- Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
- Trausti Jón Þór Gíslason (TJÞG) varamaður
- Þór Magnússon (ÞM) formaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
- Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
- Lilja Magnúsdóttir ritari
Almenn mál
1. Fjárhagsáætlun 2025 - 2028
Lögð fram drög að reglum um fjárhagsáætlunarferlið 2024 vegna áætlunar 2025 - 2028 ásamt drögum að dagsetningum við vinnu fjárhagsáætlunar.
Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kom inn á fundinn og fór yfir tilhögun vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2025 - 2028 og dagsetningar í þeirri vinnu.
Mál til kynningar
2. Ráðning skólastjóra Tálknafjarðarskóla.
Gerður Björk Sveinsdóttir bæjarstjóri kom inn á fundinn og kynnti stöðu í skólamálum á Tálknafirði og ráðningar starfsmanna.
3. Nýtingarleyfi til töku grunnvatns á Gileyri, Arnarlax - umsagnarbeiðni
Lagður fram tölvupóstur frá Orkustofnun dags. 27. júní sl. með ósk um umsögn um beiðni Arnarlax ehf. um nýtingarleyfi til töku grunnvatns á Gileyri í Tálknafirði.
Bæjaráð gerði ekki athugasemd við útgáfu nýtingarleyfisins.
Lagt fram til kynningar
4. Móatún, framkvæmdir 2024
Fundargerð fyrsta fundar vegna framkvæmda í götu í Móatúni (Skýringafundur).
Uppsetning fundartíma og fundargerða kynt.
Farið yfir verksamning og kallað eftir gögnum bæði frá verktaka og verkkaupa.
Fundartímar verkfunda verða á sem næst tveggja vikna fresti.
Verkið er farið af stað með undirbúning fyrir lageringu efnis ásamt pöntun á vatns og fráveituefni.
Framkvæmdir í götu munu byrja á allra næstu dögum.
Lagt fram til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00
Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.
Jónas Snæbjörnsson boðaði forföll og Trausti Jón Þór Gíslason annar varamaður mætti í hans stað.