Hoppa yfir valmynd

Heimastjórn Tálknafjarðar #2

Fundur haldinn í fundarsal, Strandgötu 38, Tálknafirði, 8. ágúst 2024 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
  • Trausti Jón Þór Gíslason (TJÞG) varamaður
  • Þór Magnússon (ÞM) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Lilja Magnúsdóttir ritari

Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.
Jónas Snæbjörnsson boðaði forföll og Trausti Jón Þór Gíslason annar varamaður mætti í hans stað.

Almenn mál

1. Fjárhagsáætlun 2025 - 2028

Lögð fram drög að reglum um fjárhagsáætlunarferlið 2024 vegna áætlunar 2025 - 2028 ásamt drögum að dagsetningum við vinnu fjárhagsáætlunar.

Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kom inn á fundinn og fór yfir tilhögun vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2025 - 2028 og dagsetningar í þeirri vinnu.

Málsnúmer32

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Mál til kynningar

2. Ráðning skólastjóra Tálknafjarðarskóla.

Gerður Björk Sveinsdóttir bæjarstjóri kom inn á fundinn og kynnti stöðu í skólamálum á Tálknafirði og ráðningar starfsmanna.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Nýtingarleyfi til töku grunnvatns á Gileyri, Arnarlax - umsagnarbeiðni

Lagður fram tölvupóstur frá Orkustofnun dags. 27. júní sl. með ósk um umsögn um beiðni Arnarlax ehf. um nýtingarleyfi til töku grunnvatns á Gileyri í Tálknafirði.

Bæjaráð gerði ekki athugasemd við útgáfu nýtingarleyfisins.

Lagt fram til kynningar

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Móatún, framkvæmdir 2024

Fundargerð fyrsta fundar vegna framkvæmda í götu í Móatúni (Skýringafundur).
Uppsetning fundartíma og fundargerða kynt.
Farið yfir verksamning og kallað eftir gögnum bæði frá verktaka og verkkaupa.
Fundartímar verkfunda verða á sem næst tveggja vikna fresti.
Verkið er farið af stað með undirbúning fyrir lageringu efnis ásamt pöntun á vatns og fráveituefni.
Framkvæmdir í götu munu byrja á allra næstu dögum.

Lagt fram til kynningar

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00