Hoppa yfir valmynd

Heimastjórn Tálknafjarðar #3

Fundur haldinn í fundarsal, Strandgötu 38, Tálknafirði, 5. september 2024 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) varamaður
  • Jónas Snæbjörnsson (JS) varaformaður
  • Þór Magnússon (ÞM) formaður
Starfsmenn
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna

Fundargerð ritaði
  • Lilja Magnúsdóttir ritari

Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.

Gunnþórunn Bender boðaði forföll og Tryggvi Bjarnason sat fundinn í hennar stað.

Almenn mál

1. Fjárhagsáætlun 2025 - 2028

Tillögur og áherslur heimastjórnar Tálknafjarðar fyrir fjárhagsáætlun 2025 - 2029

Rætt um áherslur heimastjórnar Tálknafjarðar vegna fjárhagsáætlun 2025 - 2029. Tillaga heimastjórnar verður lögð fram á næsta fundi til samþykktar.

Málsnúmer32

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Löndun byggðakvóta í Tálknafirði

Ályktun heimastjórnar Tálknafjarðar um löndun byggðakvóta

Heimastjórn Tálknafjarðar leggur til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að settar verði reglur um að byggðakvóta sem úthlutað er til báta í Tálknafirði verði landað í Tálknafirði.
Með því móti er betur tryggt að Tálknafjarðarhöfn fái tekjur af lönduðum afla til að standa undir þeim framkvæmdum og endurbótum sem eru löngu orðnar nauðsynlegar á höfninni. Unnið er að því að koma þessum framkvæmdum inn í Samgönguáætlun og með því að landa úthlutuðum byggðakvóta Tálknafjarðar í Tálknafjarðarhöfn er verið að tryggja að tekjur komi inn á móti þeim kostnaði sem fellur til við framkvæmdirnar.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Heitt vatn í Tálknafirði

Fyrirspurn varðandi stöðu mála á heitu vatni í Tálknafirði

Rætt um stöðuna, afköst og birgðir af heitu vatni. Nauðsynlegt er að fara vel í gegnum þær upplýsingar sem til eru um heita vatnið og draga ályktanir af þeim upplýsingum um framhaldið.
Heimastjórn Tálknafjarðar beinir þeim tilmælum til bæjarstjóra um að vinna að greiningu upplýsinganna vegna framtíðarnýtingar heita vatnins.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Suðurfjarðagöng, jarðgöng undir Mikladal og Hálfdán

Suðurfjarðagöng, undirbúningur jarðganga undir Mikladal og Hálfdán.
Bókun heimastjórnar Patreksfjarðar frá 3. fundi 04.09.2024

Heimastjórn Tálknafjarðar tekur heilshugar undir bókun heimastjórnar Patreksfjarðar á 3. fundi hennar þann 04.09.2024 og ítrekar nauðsyn þess að farið verði í rannsóknir og undirbúning Suðurfjarðaganga sem allra fyrst. Brýnt er að tryggja öruggar samgöngur milli byggðakjarna i sveitarfélaginu allt árið um kring þar sem um eitt vinnusóknarsvæði er að ræða og umferð mikil um gamla og illafarna fjallvegi.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Mál til kynningar

5. Umsókn í Fiskeldissjóð 2024 - Tálknafj.

Kynnt staða á verkefninu Börn breyta heiminum, skólalóð Tálknafjarðarskóla sem fékk styrk úr Fiskeldissjóði 2023

Lagt fram til kynningar

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00