Hoppa yfir valmynd

Heimastjórn Tálknafjarðar #4

Fundur haldinn í fundarsal, Strandgötu 38, Tálknafirði, 3. október 2024 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) varamaður
  • Jón Aron Benediktsson (JAB) varamaður
  • Jónas Snæbjörnsson (JS) varaformaður
  • Þór Magnússon (ÞM) formaður
Starfsmenn
  • Davíð Rúnar Gunnarsson (DRG) embættismaður
  • Geir Gestsson (GG) sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna

Fundargerð ritaði
  • Lilja Magnúsdóttir ritari

Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.

Gunnþórunn Bender boðaði forföll og Tryggvi Bjarnason mætti í hennar stað.

Almenn mál

1. Aðstaða slökkviliðs í Tálknafirði

Umræða um aðstöðu slökkviliðs í Tálknafirði

Geir Gestsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, Davíð Rúnar Gunnarsson slökkviliðsstjóri og Bjarni Sigmar Guðnason starfsmaður áhaldahúss mættu á fundinn til að ræða málefni slökkviliðs og áhaldahúss. Farið var í vettvangsskoðun í Nýjabæ og aðstaðan skoðuð og rædd.

Heimastjórn þakkar starfsmönnum fyrir góða kynningu og umræðu.

DRG og BSG viku af fundi.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Deiliskipulag - Þinghóll Tálknafirði

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir Þinghól á Tálknafirði ásamt fornleifaskýrslu fyrir svæðið sem nú liggur endanlega fyrir.

Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til við heimastjórn Tálknafjarðar á 4. fundi sínum að tillagan fái málsmeðferð skv. 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þór Magnússon lýsti sig vanhæfan til að fjalla um málið vegna eignatengsla og vék af fundi. Jón Aron Benediktson 1. varamaður tók sæti í hans stað.

Heimastjórn Tálknafjarðar samþykkir að tillagan fái málsmeðferð skv. 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Jón Aron vék af fundi og Þór Magnússon kom aftur inn á fundinn.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Deiliskipulag, stofnana- og íþróttasvæði

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi stofnana- og íþróttasvæði á Tálknafirði ásamt afgreiðslubréfi Skipulagsstofnunar, dagsett 10. maí 2024. Fyrir liggja leiðrétt skipulagsgögn og fornleifaskýrsla. Í leiðréttum skipulagsgögnum er búið að verða við athugasemdum Skipulagsstofnunar og bætt hefur verið við skráðum minjum á uppdrátt og greint frá þeim í greinargerð deiliskipulagsins. Einnig liggur fyrir umsögn frá Minjastofnun Íslands, dagsett 11. september 2024.

Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til við heimastjórn Tálknafjarðar á 4. fundi sínum að deiliskipulagið
verði afgreitt skv. 1. mgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Heimastjórn Tálknafjarðar samþykkir deiliskipulag stofnana og íþróttasvæðis og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða deiliskipulagið samkvæmt skv. 1. mgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Strandgata 37, Tálknafirði. Ósk um endurnýjun lóðarleigusamnings

Erindi frá Heiðari Jóhannssyni f.h. Tv-Verks ehf. Í erindinu er óskað eftir endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Strandgötu 37, Tálknafirði. Lóðin er á skipulögðu hafnasvæði Tálknafjarðar, lóðin er skv. deiliskipulagi 1808m2.

Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til við heimastjórn Tálknafjarðar á 4. fundi sínum að endurnýjun
lóðarleigusamnings verði samþykkt.

Heimastjórn Tálknafjarðar samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Fjárhagsáætlun 2025 - 2028

Tillögur og áherslur heimastjórnar Tálknafjarðar fyrir fjárhagsáætlun 2025-2029

Áherslur og tillögur heimastjórnar Tálknafjarðar yfirfarnar og samþykktar.

Málsnúmer36

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Mál til kynningar

6. Móatún, framkvæmdir 2024

Verkfundargerð vegna framkvæmda í Móatúni

Lagt fram til kynningar

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerðir til kynningar

7. Móatún, framkvæmdir 2024

Fundargerð fundar nr. 2 vegna framkvæmda í götu í Móatúni
Verkið gengur skv. áætlun.
Lítilshátta breyting er gerð á verkinu sem snýr að legu fráveitu og regnvatnslagna.

Lagt fram til kynningar

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00