Fundur haldinn í fundarsal, Strandgötu 38, Tálknafirði, 3. október 2024 og hófst hann kl. 16:00
Nefndarmenn
- Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) varamaður
- Jón Aron Benediktsson (JAB) varamaður
- Jónas Snæbjörnsson (JS) varaformaður
- Þór Magnússon (ÞM) formaður
Starfsmenn
- Davíð Rúnar Gunnarsson (DRG) embættismaður
- Geir Gestsson (GG) sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
- Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna
Fundargerð ritaði
- Lilja Magnúsdóttir ritari
Almenn mál
1. Aðstaða slökkviliðs í Tálknafirði
Umræða um aðstöðu slökkviliðs í Tálknafirði
Geir Gestsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, Davíð Rúnar Gunnarsson slökkviliðsstjóri og Bjarni Sigmar Guðnason starfsmaður áhaldahúss mættu á fundinn til að ræða málefni slökkviliðs og áhaldahúss. Farið var í vettvangsskoðun í Nýjabæ og aðstaðan skoðuð og rædd.
Heimastjórn þakkar starfsmönnum fyrir góða kynningu og umræðu.
DRG og BSG viku af fundi.
2. Deiliskipulag - Þinghóll Tálknafirði
Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir Þinghól á Tálknafirði ásamt fornleifaskýrslu fyrir svæðið sem nú liggur endanlega fyrir.
Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til við heimastjórn Tálknafjarðar á 4. fundi sínum að tillagan fái málsmeðferð skv. 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þór Magnússon lýsti sig vanhæfan til að fjalla um málið vegna eignatengsla og vék af fundi. Jón Aron Benediktson 1. varamaður tók sæti í hans stað.
Heimastjórn Tálknafjarðar samþykkir að tillagan fái málsmeðferð skv. 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
Jón Aron vék af fundi og Þór Magnússon kom aftur inn á fundinn.
3. Deiliskipulag, stofnana- og íþróttasvæði
Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi stofnana- og íþróttasvæði á Tálknafirði ásamt afgreiðslubréfi Skipulagsstofnunar, dagsett 10. maí 2024. Fyrir liggja leiðrétt skipulagsgögn og fornleifaskýrsla. Í leiðréttum skipulagsgögnum er búið að verða við athugasemdum Skipulagsstofnunar og bætt hefur verið við skráðum minjum á uppdrátt og greint frá þeim í greinargerð deiliskipulagsins. Einnig liggur fyrir umsögn frá Minjastofnun Íslands, dagsett 11. september 2024.
Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til við heimastjórn Tálknafjarðar á 4. fundi sínum að deiliskipulagið
verði afgreitt skv. 1. mgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Heimastjórn Tálknafjarðar samþykkir deiliskipulag stofnana og íþróttasvæðis og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða deiliskipulagið samkvæmt skv. 1. mgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
4. Strandgata 37, Tálknafirði. Ósk um endurnýjun lóðarleigusamnings
Erindi frá Heiðari Jóhannssyni f.h. Tv-Verks ehf. Í erindinu er óskað eftir endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Strandgötu 37, Tálknafirði. Lóðin er á skipulögðu hafnasvæði Tálknafjarðar, lóðin er skv. deiliskipulagi 1808m2.
Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til við heimastjórn Tálknafjarðar á 4. fundi sínum að endurnýjun
lóðarleigusamnings verði samþykkt.
Heimastjórn Tálknafjarðar samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings.
Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar
Fundargerðir til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00
Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.
Gunnþórunn Bender boðaði forföll og Tryggvi Bjarnason mætti í hennar stað.