Fundur haldinn í fundarsal, Strandgötu 38, Tálknafirði, 7. nóvember 2024 og hófst hann kl. 16:00
Nefndarmenn
- Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
- Jónas Snæbjörnsson (JS) varaformaður
- Þór Magnússon (ÞM) formaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
- Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna
Fundargerð ritaði
- Lilja Magnúsdóttir ritari
Almenn mál
1. Fjárhagsáætlun 2025 - 2028
Fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2025-2028. Gerður Sveinsdóttir bæjarstjóri kynnir stöðu fjárhagsáætlunar.
Gerður Sveinsdóttir bæjarstjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti stöðu á vinnu við fjárhagsáætlun fyrir 2025-2028.
Niðurstöður fjárhagsáætlunar verða síðan kynntar fyrir heimastjórn á fundi í janúar 2025.
2. Tímasetning funda heimastjórna
Gerður Sveinsdóttir, bæjarstjóri ræðir tímasetningu funda heimastjórna
Gerður Sveinsdóttir bæjarstjóri sat fundinn undir þessum lið. Tímasetning á fundum heimastjórna rædd í ljósi styttingar vinnuviku og fjölskylduvænni starfsmannastefnu.
Tillaga kom fram um að fundartími heimastjórnar Tálknafjarðar verði kl. 14.00 fyrsta fimmtudag í mánuði.
Samþykkt samhljóða.
3. Hundasvæði Tálknafirði
Lagður fram tölvupóstur frá starfsmanni Vesturbyggðar með ábendingu er varðar hundasvæði á Tálknafirði. Óskað er eftir að heimastjórn taki til skoðunnar og eftir efnum ákvörðun um hvar hundasvæði getur verið og hvort rétt sé að sækja um í vinnu fjárhagsáætlunnar um fjármagn til að útbúa hundagerði.
Lögð fram tillaga um að setja upp gerði fyrir hunda þar sem hundaeigendur geta leyft hundum sínum að hlaupa lausir án þess að eiga á hættu að missa þá frá sér. Tillagan er um svæði ofan við Móatún þar sem fjárgirðingarnar skerast.
Heimastjórn Tálknafjarðar beinir þeim tilmælum til bæjarstjórnar að tillögunni verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
Heimastjórn Tálknafjarðar ítrekar reglur Vesturbyggðar um að lausaganga hunda er bönnuð í sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10
Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.