Hoppa yfir valmynd

Heimastjórn Tálknafjarðar #6

Fundur haldinn í fundarsal, Strandgötu 38, Tálknafirði, 9. janúar 2025 og hófst hann kl. 14:00

Nefndarmenn
  • Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
  • Þór Magnússon (ÞM) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Lilja Magnúsdóttir ritari

Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.

Almenn erindi

1. Starfsáætlun heimastjórna 2025

Starfsáætlun heimastjórnar fyrir árið 2025, drög lögð fram til umræðu.

Drög lögð fram og rædd.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

2. Fjárhagsáætlun 2025 - 2028

Samþykkt fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2025-2028 lögð fram til upplýsinga

Gerður Sveinsdóttir, bæjarstjóri og Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fundinn undir þessum lið. Farið var yfir afgreidda fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2025-2028 og þau verkefni sem farið verður í á árinu.

Málsnúmer36

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Móatún, framkvæmdir 2024

Fundargerð fundar nr. 3 og fundar nr. 4 vegna framkvæmda í götu í Móatúni. Verkið hefur gengið ágætlega, þó er fyrirsjáanlegt að veður mun hafa talsverð áhrif á framgöngu við verklok.

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:57