Fundur haldinn í fundarsal, Strandgötu 38, Tálknafirði, 6. febrúar 2025 og hófst hann kl. 14:00
Nefndarmenn
- Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
- Jón Aron Benediktsson (JAB) varamaður
- Jónas Snæbjörnsson (JS) varaformaður
- Þór Magnússon (ÞM) formaður
Starfsmenn
- Davíð Rúnar Gunnarsson (DRG) embættismaður
- Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingarfulltrúi
- Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna
- Magnús Arnar Sveinbjörnsson () sviðsstjóri fjölskyldusviðs
- Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi
- Valgerður María Þorsteinsdóttir (VMÞ) menningar- og ferðamálafulltrúi
Fundargerð ritaði
- Lilja Magnúsdóttir ritari
Almenn erindi
1. Skólamál í Tálknafirði
Magnús Arnar Sveinbjörnsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson í skólastjórn Tálknafjarðarskóla sátu fundinn undir þessum lið og gerðu grein fyrir stöðu skólamála í Tálknafirði.
Gunnþór gerði grein fyrir málefnum Tálknafjarðarskóla þar sem auglýst hefur verið eftir skólastjóra við skólann síðan í haust. Skólastarfið gengur vel og starfsmenn skólans standa sig mjög vel við erfiðar aðstæður.
Vinna við samræmingu á skólastefnum í Vesturbyggð er að hefjast.
2. Gróðureldar og varnir við þeim
Slökkviliðsstjóri kemur inn á fund til að ræða gróðurelda og varnir gegn þeim ásamt öryggi heimamanna og ferðafólks.
Davíð Rúnar Gunnarsson slökkviliðsstjóri Vesturbyggðar sat fundinn undir þessum lið og fór yfir hver staðan væri varðandi gróðurelda og almennt varðandi viðbrögð við eldhættu í Tálknafirði.
Leggja þarf áherslu á fræðslu til heimamanna og ferðamanna til að minnka hættu á gróðureldum ásamt viðbúnaði íbúa ef eldar kvikna í nágrenni húsa.
Nauðsynlegt er að öll skipulagsmál í kringum byggð taki mið af eldvörnum og hættu á gróðureldum auk þess sem slökkvilið Vesturbyggðar þarf að auka viðbúnað sinn við gróðureldum.
Nauðsynlegt er að vinna málið áfram og vekja umræðu meðal íbúa og stjórnvalda.
3. Starfsemi félagsheimilanna
Starfsemi félagsheimila kynnt og rædd.
Valgerður María Þorsteinsdóttir, menningar- og ferðamálafulltrúi Vesturbyggðar kom inn á fundinn undir þessum lið og fór yfir fyrirkomulag reksturs, reglur fyrir félagsheimilin, gjaldskrá og athugasemdir við húsnæðið frá eldvarnareftirliti og heilbrigðiseftirliti.
4. Listaverk umsókn staðsetning
Þór Magnússon lýsti sig vanhæfan vegna venslatengsla og vék af fundi. Jón Aron Benediktsson fyrsti varamaður tók sæti á fundinum í hans stað.
Óskar Örn Gunnarsson, skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Heimastjórn Tálknafjarðar samþykkir samhljóða staðsetningu verksins og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
5. Deiliskipulag - Þinghóll Tálknafirði
Tekin fyrir tillaga eftir auglýsingu deiliskipulag frístundabyggðar við Þinghól Tálknafirði. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 25. nóvember 2024. Engar athugasemdir bárust en umsagnir liggja fyrir frá Vegagerðinni, Land og skógi, Minjastofnun, Slökkviliði Vesturbyggðar og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða. Umsagnir leiddu ekki til breytinga á tillögunni en Minjastofnun leggur þó til að áður en farið verði í framkvæmdir þá verði gerðir könnunarskurðir á lóðum 1, 3, 8 og 9 og borkjarnarannsókn á lóðum 10, 11 og 12. Slökkvilið Vesturbyggðar leggur til að gerð verði brunahönnun á svæðinu m.t.t. mögulegra skógarelda.
Skipulags- og framkvæmdaráð mælist til þess við Heimastjórn Tálknafjarðar á 6. fundi sínum að samþykkja tillöguna. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þór Magnússon lýsti sig vanhæfan vegna eignarhagsmuna og vék af fundi. Jón Aron Benediktsson fyrsti varamaður tók sæti á fundinum í hans stað.
Óskar Örn Gunnarsson, skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Heimastjórn Tálknafjarðar samþykkir tillöguna samhljóða og hún fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6. Tálknafjörður - þvottaplan.
Erindi vísað til til heimastjórnar Tálknafjarðar frá 6. fundi skipulags- og framkvæmdaráði. Á fundinum fór ráðið yfir mögulegar staðetningar fyrir nýtt þvottaplan á Tálknafirði ætlað fyrir báta og bíla.
Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til við heimastjórn Tálknafjarðar að þvottaplanið yrði staðsett á reit innan til við uppítökubraut báta við aðkomu að Tálknafjarðarhöfn.
Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Heimastjórn Tálknafjarðar tekur jákvætt í tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs og felur hafnarstjóra að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:20
Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.
Vegna veðurs og ófærðar var fundurinn haldinn sem fjarfundur.