Hoppa yfir valmynd

Deiliskipulag vegna ofanflóðavarna neðan Klifs á Patreksfirði

Málsnúmer 1109019

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

20. nóvember 2012 – Skipulags- og byggingarnefnd

Vegna formgalla er deiliskipulag vegna ofanflóðavarna neðan Klifs á Patreksfirði og síðari tíma breytingar ógilt. Nefndin tekur fyrir nýja deiliskipulagstillögu af ofanflóðavörnum neðan KLifs á Patreksfirði. Megin forsendur tillögunar er að finna í aðalskipulagi Vesturbyggðar. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv.41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010




11. maí 2012 – Skipulags- og byggingarnefnd

Breyting á deiliskipulagi vegna snjóflóðavörnum ofan Klifs á Patreksfirði tekinn fyrir. Málinu frestað




14. janúar 2013 – Skipulags- og byggingarnefnd

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 21. Nóvember 2012 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir ofanflóðavarnir neðan Klifs á Patreksfirði. Tillagan var auglýst frá 23. nóvember 2012 til 9. janúar 2013. Frestur til að skila inn athugasemdum er var til til 9. janúar 2013. Umsagnir bárust frá umsagnaraðilum þegar tillagan var auglýst í fyrstu lotu. Athugasemdir bárust frá íbúa við Urðargötu á Patreksfirði. Athugasemdirnar beinast að stíg sem ætlaður er ofan við Patreksfjörð. Einnig bendir hann á atriði varðandi umfang framkvæmdarinnar. Skipulags -og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa er falið að svara athugasemdunum í samræmi við umræður á fundinum. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og felur byggingarfulltrúa hana til fullnaðarafgreiðslu samkvæmt 42. greinar skipulagslaga nr.123/2010.