Hoppa yfir valmynd

Umhverfisstofnun uppsetning fræðsluskilta við Surtarbrandsgil á Barðaströnd

Málsnúmer 1204059

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

6. júlí 2012 – Skipulags- og byggingarnefnd

Erindi frá Umhverfisstofnun. Í erindinu óskar Umhverfisstofnun eftir því að setja upp upplýsingarskilti um Surtarbrandsgil og er áætluð staðsetning á stöplum við Flakkarann á Brjánslæk, við girðingu í Surtarbrandsgili og eitt til viðbótar á leiðinni að Surtarbrandsgili. Á skiltunum verða m.a upplýsingar um ferðir með landverði um svæðið. Erindinu fylgja teikningar. Skipulags og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti og með fyrirvara um leyfilandeigenda.