Hoppa yfir valmynd

Umsók um stöðuleyfi fyrir stöðuhýsi í landi Haukabergs

Málsnúmer 1206048

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

6. júlí 2012 – Skipulags- og byggingarnefnd

Tekin er fyrir umsókn Opus lögmanna f.h. Haraldar Einarssonar, frá 13. júní s.l., um stöðuleyfi fyrir stöðuhýsi hans á þinglýstri leigulóð hans í landi Haukabergs á Barðaströnd. Með umsókninni fylgdi ljósrit af þinglýstum lóðarleigusamningi og ljósrit af úttektarmiða frá 8. september 2008 frá byggingarfulltrúanum í Hafnarfirði á sumarhúsi.Í grein 2.6.1 í byggingareglugerð nr. 112/2012 er fjallað um umsóknir um svokallað stöðuleyfi fyrir ákveðna lausafjármuni sem ætlað er standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna. Í greininni kemur fram að átt er við eftirtalda lausafjármuni:
a. Hjólhýsi, á tímabilinu frá 1. október til 1. maí.
b. Gáma, báta, torgsöluhús, frístundahús í smíðum, sem ætlað er til flutnings, og stór samkomutjöld.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að það hús sem umsækjandi hefur sett niður á jörðinni án leyfis byggingaryfirvalda falli ekki undir skilgreiningu þeirra lausafjármuna sem tilgreindir í grein 2.6.1 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Umsókn um umbeðið stöðuleyfi er því hafnað.