Hoppa yfir valmynd

Nýtt deiliskipulag Hafnarsvæði á Bíldudal 2012/2013

Málsnúmer 1210033

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. desember 2012 – Skipulags- og byggingarnefnd

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti á fundi þann 17. október 2012 að auglýsa nýja deiliskipulagstillögu af hafnarsvæðinu á Bíldudal. Tillagan var til sýnis á heimasíðu Vesturbyggðar, Skrifstofu Vesturbyggðar að Aðalstræti 75, Patreksfirði og skrifstofu Skipulagsstofnunar Laugavegi 166 á skrifstofutíma frá og með miðvikudeginum 24. október 2012 til og með 7. desember 2012. Athugasemd barst frá Herði Einarssyni kennitölu vantar fyrir hönd Rækjuvers ehf. Skipulags -og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að gera drög að svarbréfi í samræmi við það sem rætt var á fundinum vegna athugasemda forsvarsmanna Rækjuvers ehf. og leggja fyrir nefndina á næsta fundi. Málinu frestað.




15. október 2012 – Skipulags- og byggingarnefnd

Vegna formgalla er deiliskipulags hafnarsvæðis á Bíldudal frá árinu 2004 og síðari tíma breytingar ógilt. Nefndin tekur fyrir nýja deiliskipulagstillögu af hafnarsvæðinu á Bíldudal unna af Landmótun og Fjölsviði ehf dagsett 15/10´2012. Deiliskipulagstillögunni fylgir greinagerð og umhverfisskýrsla. Megin forsendur tillögunar er að finna í aðalskipulagi Vesturbyggðar. Skipulags ?og byggingarnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv.41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010




14. janúar 2013 – Skipulags- og byggingarnefnd

Lögð fram að nýju deiliskipulagstillaga af hafnarsvæðinu á Bíldudal. Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti á fundi þann 17. október 2012 að auglýsa nýja deiliskipulagstillögu af hafnarsvæðinu á Bíldudal. Tillagan var til sýnis á heimasíðu Vesturbyggðar, Skrifstofu Vesturbyggðar að Aðalstræti 75, Patreksfirði og skrifstofu Skipulagsstofnunar Laugavegi 166 á skrifstofutíma frá og með miðvikudeginum 24. október 2012 til og með 7. desember 2012. Ein athugasemd barst við kynningu tillögunnar frá Herði Einarssyni hrl. hönd Rækjuvers ehf. Í athugasemdinni koma fram athugasemdir sem lúta að umhverfisskýrslu, mati á umhverfisáhrifum, rykmengun, stækkun lóðar við Hafnarteig 4 og samkeppnissjónarmiða. Einnig lögð fram umsögn Björns Jóhannessonar hrl. f.h. Vesturbyggðar um athugsemdir Rækjuvers.

Með vísan til fyrirliggjandi umsagnar Björns Jóhannessonar hrl. er lagt til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt með eftirfarandi breytingum sbr. framlagðan skipulagsuppdrátt og fylgiskjöl:

Mörk lóðarinnar að Strandgötu 10-12 gerðar skýrari, sett inn ákvæði um hámarkshæð hæð skorsteins og hreinsibúnaðar á nýju þurrkarahúsi að Hafnarteigi 4. Í umhverfisskýrslu var bætt við umhverfismarkmiðum og vöktunarákvæðum til að koma til móts við athugasemdir um áhyggjur af mengun frá starfseminni þar.

Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga er að öllu leyti í samræmi við gildandi aðalskipulag fyrir Bíldudal en samkvæmt 3. mgr. 37. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal við gerð deiliskipulags byggt á stefnu aðalskipulags og hún útfærð fyrir viðkomandi svæði eða reit. Ekki verður séð að um matsskyldar framkvæmdir sé að ræða samkvæmt III. kafla laga nr. 106/2000 og hefur Skipulagsstofnun einnig metið það með sama hætt, þ.e. að ekki sé þörf á að meta umhverfisáhrif þeirra breytinga sem felast í deiliskipulagstillögunni. Varðandi rykmengun er bent á að í starfsleyfi Íslenska kalkþörungaverksmiðjunnar ehf. frá 13. júlí 2006 eru mjög ítarleg ákvæði um varnir gegn mengun frá verksmiðju félagsins og það sé Umhverfisstofnun, sem gaf út starfsleyfi verksmiðjunnar sem hefur eftirlit með mengunarvörnum og að ákvæðum laga, reglugerða og fyrrgreinds starfsleyfis sé fylgt. Umhverfisstofnun hefur fengið fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu til umsagnar og bent á að tryggt skuli að nýjar byggingar á svæðinu hafi ekki áhrif á útblástur ryks frá fyrirliggjandi strompi og að strompur á nýju þurrkhúsi verði vel staðsettur og ekkert nærliggjandi hafi áhrif á útblástur. Varðandi stækkun lóðar og samkeppnissjónarmið er bent á að ástæður þessarar stækkunar á athafnasvæði félagsins má fyrst og fremst rekja til áforma félagsins um byggingu nýs þurrkarahúss, forþurrkunar á hráefni og mötunar á hráefni til þurrkara. Breytingin miðast við að verksmiðjan fullnýti starfleyfi sitt og í ljósi þess er talið nauðsynlegt að stækka athafnasvæði félagsins í fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu. Skipulags? og byggingarnefnd telur sig hafa gætt jafnræðis við lóðaúthlutanir í sveitarfélaginu. Því er alfarið hafnað að með deiliskipulagstillögunni eða meðferð hennar sé á einhvern hátt brotið gegn meginreglum stjórnsýslulaga eða góðum stjórnsýsluháttum.

Skipulags- og byggingarnefnd fer fram á að Íslenska Kalkþörungafélagið geri grein fyrir því hvernig spornað verði við foki vegna aukningar uppsáturs efnis á fyrirhugaðri landfyllingu og að vöktun á hávaðamengun á nærliggjandi lóðum fari jafnan fram.
Að öðru leyti vísar nefndin til stuðnings til umsagnar Björns Jóhannessonar hrl. og gerir umsögn hans að sinni. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og felur byggingarfulltrúa hana til fullnaðarafgreiðslu samkvæmt 42. greinar skipulagslaga nr.123/2010.