Hoppa yfir valmynd

Deiliskipulag urðunarsvæðis í Vatneyrarhlíð , Patreksfirði

Málsnúmer 1210087

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. desember 2012 – Skipulags- og byggingarnefnd

Tillaga af deiliskipulagi þ.e. uppdráttur, greinagerð og umhverfisskýrsla vegna urðunarsvæðis í Vatneyrarhlíð, Patreksfirði unnið af Landmótun tekin fyrir. Forsendur deiliskipulagsins eru að finna í tillögu að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Gerðar voru efnis -og orðalagsbreytingar með hliðsjón af framkomnum athugasemdum. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og meðfylgjandi umhverfisskýrslu og felur byggingarfulltrúa að auglýsa hana samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006 - 2018. Deiliskipulagstillagan er háð lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og skal auglýst samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr.105/2006




30. nóvember 2012 – Skipulags- og byggingarnefnd

Deiliskipulagstillaga og matslýsing vegna urðunarsvæðisins í Vatneyrarhlíðum. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir matsskýrsluna og felur byggingarfulltrúa að senda Skipulagsstofnun hana til umsagnar. Deiliskipulagstillögunni frestað.




14. nóvember 2012 – Skipulags- og byggingarnefnd

Deiliskipulagstilaga vegna urðunarsvæði í Vatneyrarhlíðum lagt fram til kynningar. Gerðar voru efnis og orðalagsbreytingar. Málinu frestað.




15. apríl 2013 – Skipulags- og byggingarnefnd

Þann 10. desember 2012 samþykkt bæjarstjórn Vesturbyggðar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi vegna urðunarsvæðis í Vatneyrarhlíðum á Patreksfirði. Umsagir bárust frá Vegagerðinni, Fornleifavernd ríkisins, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Veðurstofunni. Búið er að verða við umsögnum umsagnaraðila. Tillagan var auglýst frá 1. janúar 2013 með athugasemdafresti til 26. febrúar 2013. Engar athugasemdir bárust. Hins vegar barst undirskriftalisti með bréfi frá 41 íbúa Patreksfjarðar við auglýsingu á skipulagslýsingunni vegna aðalskipulagsbreytingarinnar þar sem mótmælt er skilgreiningu á urðunarstað í Vatneyrarhlíðum. Þeim hefur verið svarað með bréfi. Haldin var kynning fyrir íbúa föstudaginn 7. desember 2012, kl. 18:10 í Félagsheimili Patreksfjarðar. Gerðar hafa verið þær breytingar á skilgreiningu svæðisins að það verði skilgreint sem efnislosunarsvæði og nefnist þá deiliskipulagið ” Deiliskipulag efnislosunarsvæðis í Vatneyrarhlíð, Patreksfirði“ Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og felur byggingarfulltrúa hana til fullnaðarafgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010




18. mars 2013 – Skipulags- og byggingarnefnd

Þann 10. desember 2012 samþykkt bæjarstjórn Vesturbyggðar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi vegna urðunarsvæðis í Vatneyrarhlíðum á Patreksfirði. Umsagir bárust frá Vegagerðinni, Fornleifavernd ríkisins, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Veðurstofunni. Búð er að verða við umsögnum umsagnaraðila nema Umhverfisstofnunar. Tillagan var auglýst frá 1.Janúar 2013 með athugasemdafresti til 26. febrúar 2013. Engar athugasemdir bárust. Hins vegar við auglýsingu á skipulagslýsingunni vegna aðalskipulagsbreytingarinnar barst undirskriftalisti með bréfi frá 41 íbúa Patreksfjarðar þar sem mótmælt er skilgreiningu á urðunarstað í Vatneyrarhlíðum. Í bréfinu er því mótmælt að endurvekja eigi gamla sorphauga á svæðinu með tilheyrandi mengun og að of stutt sé í núverandi byggð frá urðunarstaðnum. Vitnað var í reglugerð um urðun úrgangs 783/2003 og eftirlitsskýrslu Umhverfisstofnunar frá 4.9.2012. Í bréfinu og eftirlitsskýrslu eru þessi atriði reifuð og einnig bent á að stöðuleigka urðunarstaðarins sé ábótavant.
Skipulags- og byggingarnefnd fagnar þeim áhuga sem beinist að málefninu og bendir á að með breytingu á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag fyrir svæðið er m.a. verið að taka á þeim vandamálum sem að hluta til er bent á í athugasemdunum. Nefndin bendir á að með skilgreiningu núverandi urðunarstaðar er ekki verið að endurvekja fyrirkomulag sorpurðunar í Vatneyrahlíðum eins og þegar almennt heimilissorp var urðað í hlíðinni, heldur er verið að tryggja framlengingu á starfsleyfi staðarins til urðunar á óvirkum úrgangi eins og honum er lýst í reglugerð nr. 738/2003 um urðun úrgangs sem er m.a steypa, flísar og keramik, jarðvegur, steinar, múrsteinar og úrgangur frá glertrefjaefnum.
Fyrirkomulagi urðunar verði þannig háttað að stöðugleiki svæðisins verði bættur og að svæðinu verði lokað fyrir urðun að því loknu. Haldin var kynning fyrir íbúa föstudaginn 7. desember 2012, kl 18:10 í Félagsheimili Patreksfjarðar. Umræður sköpuðust á fundinum og athugasemdir bárust. Gerðar voru efnis -og orðalagsbreytingar með hliðsjón af framkomnum athugasemdum. Skipulags- og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að svara öllum þeim sem gerðu athugasemdir með bókun nefndarinnar og árétta að svæðinu verði lokað eftir að bætt hefur verið úr stöðugleika og gengið verði um svæðið þannig að það trufli íbúa í nágrenni sem minnst með því að vökva vegi á þurrkatímum og takmarka umferð um svæðið. Að öðru leyti frestar nefndin afgreiðslu deiliskipulagsins og felur byggingarfulltrúa að óska eftir fundi við Umhverfisstofnun til þess að fara yfir á hvaða hátt er hægt að verða við umsögnum stofnunarinnar.