Hoppa yfir valmynd

Deiliskipulag Aðalstræti 100 og nágrenni, Patreksfirði

Málsnúmer 1210088

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. desember 2012 – Skipulags- og byggingarnefnd

Tillaga að deiliskipulagi vegna Aðalstrætis 100 og nágrenni, Patreksfirði tekin fyrir. Forsendur deiliskipulagsins eru að finna í tillögu að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir tillöguna með fyrirvara um að forminjar verði skráðar inn á uppdrátt og felur byggingarfulltrúa að auglýsa hana samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006 - 2018. Deiliskipulagstillagan skal auglýst samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010




7. desember 2012 – Skipulags- og byggingarnefnd

Deiliskipulagstillaga vegna aðalstrætis 100 og nágrenni tekin fyrir. Gerðar voru efnis -og orðalagsbreytingar málinu frestað.




30. nóvember 2012 – Skipulags- og byggingarnefnd

Deiliskipulagstillaga vegna Aðalstrætis 100 og nágrenni tekið fyrir tekið fyrir, gerðar voru efnis -og orðlagsbreytingar og lagt til að deiliskipulagsreitur verði minnkaður. Skipulags -og byggingarnefnd óskar eftir að fá arkitekta skipulagsins á fund nefndarinnar og með íbúum. Málinu frestað.




14. nóvember 2012 – Skipulags- og byggingarnefnd

Deiliskipulagstillaga vegna Aðalstrætis 100 og nágrennis lögð fram til kynningar. Í tillögunni er farið yfir fyrirhugaðar varnarframkvæmdir, tjaldsvæði og aðlöguðu gatnakerfi. Gerðar voru efnis -og orðalagsbreytingar. Málinu frestað.




18. mars 2013 – Skipulags- og byggingarnefnd

Þann 10. desember 2012 samþykkti bæjarstjórn Vesturbyggðar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi vegna Aðalstrætis 100 og nágrenni. Í deiliskipulagstillögunni kemur fram að sláturhúsinu við Aðalstræti 100 verði breytt í hótel og hættumatslinur færðar með tilkomu ofanflóðamannvirkja við Litladalsá. Einnig er skipulagi tjaldsvæðisins við félagsheimili Patreksfjarðar og tengingu þess við fyrirhugað hótel gerð góð skil. Tillagan var auglýst frá 1.Janúar 2013 með athugasemdafresti til 26. febrúar 2013. Umsagnir bárust frá Veðurstofu, Umhverfisstofnun, heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Vegagerðinni. Búið er að verða við umsögnum umsagnaraðila. Engar athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og felur byggingarfulltrúa hana til fullnaðarafgreiðslu skv.42. gr. skipulagslaga nr 123/2010.