Hoppa yfir valmynd

Orkubú Vestfjarða umsókn um lóð, Hafnarteigur á Bíldudal.

Málsnúmer 1211081

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. desember 2012 – Skipulags- og byggingarnefnd

Erindi frá Orkubúi Vestfjarða (OV). Í erindinu óskar OV eftir lóð og byggingarleyfi við Hafnarteig á Bíldudal. Erindinu fylgir afstöðumynd. Skipulags -og byggingarnefnd óskar eftir viðræðum við forsvarsmann Orkubúsins vegna málsins, málinu frestað.




30. nóvember 2012 – Skipulags- og byggingarnefnd

Erindi frá Orkubúi Vestfjarða ohf.. Í erindinu er óskað eftir stækkun á lóð fyrirtækisins við Hafnarteig á Bíldudal. Skipulags -og byggingarnefnd hafnar erindinu á grundvelli gildandi aðalskipulags.




14. janúar 2013 – Skipulags- og byggingarnefnd

Erindi frá Orkubúi Vestfjarða (OV). Í erindinu óskar OV eftir lóð og byggingarleyfi fyrir nýrri aðveitustöð við núverandi rafstöðvarhús að Hafnarteig á Bíldudal. Einnig er sótt um lagnaleið að byggingunni. Erindinu fylgir afstöðumynd. Haldinn var símafundur með forsvarsmönnum Orkubúsins Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um fullnægjandi hönnunargögn og jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar . Byggingarfulltrúa falið að vinna grenndarkynningu.