Hoppa yfir valmynd

Umsókn um færslu á ljósastaur við Aðalstræti 83

Málsnúmer 1308005

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

16. ágúst 2013 – Skipulags- og byggingarnefnd

Fyrirspurn frá GINGI teiknistofu f.h. eigenda Aðalstrætis 83.
Óskað er eftir að fá að færa ljósastaur um c.a. 8,5 metra svo verði við horn Aðalstrætis 85.
Staurinn er steyptur, og lagt er til að hann sé færður t.d. að Pakkhúsinu gegnt Salthúsinu og væru þá öll húsaröðin á eyrinni með samskonar staurum og staurinn sem fyrir er við Pakkhúsið yrði færður að Aðalstræti 85.

Skipulags- og byggingarnefnd tekur vel í erindið og tekur áhuga íbúa fagnandi er vilja viðhalda hverfisvernd húsanna á eyrinni. Nefndin felur Byggingarfulltrúa að meta möguleikann á að flytja staurana í samráði við Orkubú Vestfjarða.