Hoppa yfir valmynd

Fyrirspurn um að breyta Mikladalsvegi 2a í verkstæði.

Málsnúmer 1308017

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. október 2013 – Skipulags- og byggingarnefnd

Eigandi lóðarinnar á Mikladasvegi 2a, Vélaverkstæði Patreksfjarðar ásamt Smur- og dekkjaþjónustinni, óska eftir að reisa nýtt verkstæðishús á lóðinni og að fá leyfi til að rífa gamla húsið sem fyrir er. Húsið yrði ca 280 m2 að grunnfleti - lóðin er 580 m2.
Við þessa framkvæmd mun núverandi aðsetur Smur- og dekkjaþjónustunnar, Aðalstræti 3, losna og er ætlunin að breyta því húsi í íbúðarhúsnæði.

Þann 24.september s.l. hitti skipulags- og byggingarnefnd hagsmunaaðila þá er standa að fyrirhugaðri framkvæmd. Þar útskýrðu hagsmunaaðilar sín sjónarmið og áætlanir.

Skipulags- og byggingarnefnd frestar erindinu.




16. ágúst 2013 – Skipulags- og byggingarnefnd

Fyrirspurn frá GINGI teiknistofu um að rífa húsið er stendur við Mikladalsveg 2a og reisa nýtt verkstæðishús að stærð 280m2. Erindið er sent f.h. eiganda lóðarinnar, þeirra Gunnars Sean Eggertssonar og Davíðs Páls Bredesen, Vélaverkstæði Patreksfjarðar ásamt Smur- og dekkjaþjónustunnar.

Skipulags- og byggingarnefnd frestar málinu og felur byggingarfulltrúa að boða hagsmunaaðila á næsta fund nefndarinnar.