Hoppa yfir valmynd

Orkubú umsókn um framkvæmdaleyfi vegna viðbyggingar við rafstöðvarhús á Bíldudal, Hafnarteig

Málsnúmer 1308018

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

16. ágúst 2013 – Skipulags- og byggingarnefnd

Erindi frá Orkubúi Vestfjarða (OV). Í erindinu óskar OV eftir stækkun lóðar við Hafnarteig og byggingu nýrrar aðveitustöðvar á fyrrgreindri lóð. Stækkun stöðvarinnar stafar m.a. af aukinni raforkuþörf Kalkþörungaverksmiðjunnar. Óskað er eftir viðbrögðum Vesturbyggðar við framkvæmdinni sem felur í sér eftirtalin atriði. IA vék af fundi.

1. Afmörkun lóðarinnar.
2. Viðbyggingu við aðveitustöðina.
3. Aðkomuleið niður með Tjarnarbraut 8.
4. Staðsetning færanlegrar varaaflsvélar norðaustan við aðveitustöðina.
5. Lagning 66- og 11kV strengja frá spennistöð ofan byggðar og að aðveitustöð við Hafnarteig.

Skipulags- og byggingarnefnd vísar í samþykkt nefndarinnar á 174. fundi.