Hoppa yfir valmynd

Fyrirspurn v. sumarhúss í Selárdal

Málsnúmer 1312023

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

9. desember 2013 – Skipulags- og byggingarnefnd

Fyrirspurn frá Kristínu og Sólveigu Ólafsdætrum. Þær óska eftir upplýsingum um hvort að frístundahús sem þær hyggjast flytja að Kolbeinsskeiði í Selárdal samræmist skipulagsskilmálum deiliskipulags Selárdals.
Erindinu fylgir afstöðumynd, ljósmyndir og upplýsingar um frístundahúsið.

Tekin fyrir fyrirspurn varðandi deiliskipulag Selárdals, dags. 6. desember 2013. Lögð fyrir skýrsla um ástandsskoðun um Gjábakkaland 1, sumarbústað á Þingvöllum sem fyrirhugað er að flytja á lóð í Selárdal. Lagðar fyrir teikningar unnar af Indriða Pálssyni af sumarhúsi sem óskað er eftir að flytja og afstöðumynd og hnitskrá lóða í Selárdal, Kolbeinsskeið 1-3, unnar af Ráðbarði dags. 30.09. 2010. Óskað er eftir upplýsingum hvort flytja megi sumarhús sem staðsett er á Gjábakkalandi 1 í Selárdal.
Skipulags- og byggingarnefnd hefur farið yfir fyrirliggjandi gögn og telur að að þau samræmist ekki þeim skilmálum sem gilda fyrir svæðið í Selárdal en skilmálar fyrir svæðið kveða á um að þar eigi að rísa hús með jarðhæð og risi. Hús skulu gerð úr steinsteypu og skulu veggir og þök vera B 30 a.m.k. Þakhalli nálægt 30-40°. Bústaðir skulu vera sementsgráir eða málaðir ljósum litum. Leyfilegt er að byggja hús allt að 50-70 m2. Umrætt hús er timburhús með flötu þaki byggt árið 1967 og er 51,9 m2 að grunnfleti.




17. febrúar 2014 – Skipulags- og byggingarnefnd

Erindi frá Kristínu og Sólveigu Ólafsdætrum. Í erindinu óska þær eftir að skipulags- og byggingarnefnd endurskoði bókun sína frá 09.12.13.

Skipulags- og byggingarnefnd og byggingarfulltrúi samþykkja erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um að fullnægjandi hönnunargögn vegna breytinga og endurbóta hússins liggi fyrir áður en byggingarleyfi verði veitt og að frágangur verði samkvæmt ákvæðum deiliskipulags fyrir Selárdal að lokinni grenndarkynningu skv. bókun nefndarinnar frá 14.06.2013