Hoppa yfir valmynd

Fyrirspurn vegna viðbyggingar við Hótel Flókalund

Málsnúmer 1402019

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

17. febrúar 2014 – Skipulags- og byggingarnefnd

Erindi frá Pennu ehf. Í erindinu er óskað eftir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar til fyrirhugaðrar stækkunar á Hótel Flókalundi.

Til stendur að bæta við 6 herbergjum með aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Jafnframt er áætlunin að stækka matsal og anddyri hótelsins ásamt betrumbótum á starfsmannaaðstöðu.

Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið en bendir jafnframt á að ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið.