Hoppa yfir valmynd

Vestfjarðavegur 60

Málsnúmer 1409053

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

16. september 2014 – Bæjarráð

Bæjarráð Vesturbyggðar harmar niðurstöðu Skipulagsstofnunar um að hafna beiðni Vegagerðarinnar um tillögu að matsáætlun vegna nýrrar veglínu Vestfjarðavegar 60 í Gufudalssveit. Mikil breytingar hafa verið gerðar á fyrri tillögum sbr. svokallaða B leið til þeirra tillagna sem Skipulagsstofnun tók nú afstöðu til.

Bæjarráð Vesturbyggðar hvetur Alþingi til að setja sérstök lög um lagningu vegar í Gufudalssveit.




30. ágúst 2017 – Atvinnu og menningarráð

Atvinnu og menningarráð skorar á Alþingi að höggva nú þegar á þann hnút sem staða vegalagningar um Vestfjarðaveg 60 er í með lagasetningu. Það er ekki samboðið nútíma samfélagi að standa í vegi fyrir uppbyggingu atvinnulífs í heilum landsfjórðungi.